Innlent

Sniglar vilja 2+2 veg

MYND/365

Umferðarnefnd Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla, undrast ummæli Rögnvalds Jónssonar, eins reyndasta vegaverkfræðings landsins, um ákvörðun stjórnvalda um 2+2 veg til Selfoss og Borgarness.

Í frétt á visir.is segir Rögnvaldur að frekar eigi að byggja 2+1 vegi á þessum stöðum. Umferðarnefnd þykir ljóst af reynslu undanfarinna tveggja ára af 2+1 vegum, að þetta sé ekki góð lausn og sé í raun hættuleg lausn, og varar við því að svona vegir verði byggðir á Íslandi í framtíðinni. Svona vegir ýta undir hraðakstur á tvöföldum köflum, sérstaklega á há-annatíma, hvort sem um er að ræða bifreiðir, bifhjól, fjórhjól eða stærri ökutæki.

Umferðarnefnd Snigla lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandi vegaverkfræðimála á landinu, ef Rögnvaldur hefur þessa skoðun og er talinn reyndasti vegaverkfræðingur landsins.

Þá styður umferðarnefndin stjórnvöld allshugar í áætlunum um 2+2 vegi á milli þessara staða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×