Innlent

Umferðarráð telur 2+1 veg betri kost

Umferðarráð telur mesta fækkun alvarlegra umferðarslysa nást með því að leggja svokallaðan tvo plús einn veg út frá Reykjavík til Selfoss og Borgarness fremur en fjögurra akreina hraðbraut.

Stjórnmálamenn kepptust um það fyrir síðustu þingkosningar að lofa fjögurra akreina vegi. Rögnvaldur Jónsson verkfræðingur, sem vann hjá Vegagerðinni í 40 ár, bendir hins vegar á að það sé lúxus sem kosti fórnir. Meðan það taki tólf ár að leggja fjögurra akreina veg taki það sex ár að leggja þriggja akreina veg. Það sem muni í árafjölda kosti 20 mjög alvarleg slys eða banaslys. Hann ber saman þessa tvo kosti og segir umferðaröryggi þeirra svipað. Í afkastagetu nægi 2+1 vegur næstu 25-30 ár. Sú lausn sé 15 milljörðum ódýrari en framkvæmdatími fjögurra akreina vegar sé allt að þrefalt lengri. Umferðarráð styður þetta sjónarmið. Kjartan Magnússon, formaður Umferðarráðs, rökstyður það í viðtali í fréttum Stöðvar 2.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×