Innlent

Íslenskir rasistar draga komu herskárra nýnasista tilbaka

Breki Logason skrifar
Meðlimir Blood & Honour samtakanna á góðri stundu.
Meðlimir Blood & Honour samtakanna á góðri stundu.

Combat 18 er hluti af nýnasista samtökunum Blood & Honour sem starfrækt eru víða um heim. Íslenska rasistasíðan skapari.com boðaði komu C 18 hingað til lands fyrir skömmu.

Vísir sagði frá því að á síðunni skapari.com væri boðuð koma C 18 hingað til lands í vetur. Samtökin eru þekkt fyrir ofbeldi gegn innflytjendum og hafa staðið fyrir mörgum mótmælum í gegnum tíðina. Meðlimir samtakanna hafa meðal annars setið í fangelsi fyrir ofbeldisverk.

Á síðunni skapari.com stóð fyrir skömmu: „Kynnið ykkur C 18 því það er að koma hingað til Íslands. Gaman verður í vetur." Nú hafa forsvarsmenn síðunnar hinsvegar tekið þessi skilaboð af síðunni og því virðist sem áfrom þeirra um að tileinka sér boðskap samtakanna séu runninn út í sandinn.

Forsvarsmenn síðunnar hafa ekki komið fram undir nafni og erfitt virðist vera að finna út hverjir það eru sem halda síðunni úti, þar sem hún er hýst erlendis. Lögreglan rannsakar hverjir standa að baki síðunni en þar hefur meðal annars verið hafður uppi allskyns óhróður um nafngreinda íslendinga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×