Hvað eru þessir menn að tala um? Breki Logason skrifar 6. desember 2007 13:13 Björgóflur Thor og Friðrik Jóhannsson tala viðskiptamál. Orðabók viðskiptalífsins. Nú þegar umræðan um viðskiptalífið er í hámarki er ekki úr vegi að fara yfir tungumálið sem "þessir menn" tala. Alveg nákvæmlega eins menn mæta í fjölmiðla og tala alveg nákvæmlega sama tungumálið sem enginn skilur, nema þessir menn sem eru alveg nákvæmlega eins. Fyrir þá sem ekkert skilja er ástandið yfirleitt útskýrt eitthvað á þá leið að partýið sé að verða búið. Vísir tók saman nokkur hugtök úr viðskiptalífinu og reyndi að koma þeim yfir á mannamál, með misjöfnum árangri þó. ÚrvalsvísitalaNefnist ICEX-15 í bransanum eða úrvalsvísitala aðallista. Talan 15 merkir að hún er sett saman úr 15 félögum. Hún hækkar síðan og lækkar eftir því hvernig verð hluta í þessum 15 félögum þróast. Félögin sem mynda úrvalsvísitöluna eru ákveðin tvisvar á ári í 6 mánuði í senn. Kauphöllin Er staður þar sem viðskipti með verðbréf fara fram. Kauphöll Íslands er í eigu banka, lífeyrissjóða og félaga sem þar eru skráð. Þú þarft sérstak leyfi til þess að kaupa og selja í kauphöllinni. Þar koma svokallaðir verðbréfamiðlarar til sögunnar en þeir hafa slík leyfi. Veðköll (e. Margin call) Ef þú kaupir hlutabréf fyrir t.d 10 milljónir og átt 3 milljónir en tekur lán út á bréfin fyrir 7 milljónir. Ef bréfin síðan lækka undir eitthvað ákveðið mark sem bankinn setur þá kemur það sem kallað er veðkall. Þú verður þá annaðhvort að koma með meiri pening sem tryggingu eða þá að bankinn tekur bréfin og byrjar að selja þau. "Að gíra sig upp"Það er þegar menn taka lán út á hlutabréfin og skuldsetja sig þannig. Þetta hefur verið í lagi síðustu 3-4 ár og menn hafa gírað sig jafnóðum eins mikið og þeir mega. Þetta hefur borgað sig hingað til og menn hafa verið að moka inn á þessu. Á endanum getur þú hinsvegar misst allt á mjög skömmum tíma. Eigið féEr einnig nefnt eignarfjárhlutfall á fagmáli. Því er ætlað að sýna fjárhagslegan styrk fyrirtækisins og er hlutfall eigin fjár af heildarfjármagni fyrirtækis. Eigið fé er því í raun eignir félagsins. MilljarðurÞað eru fáir sem nota þessa mælieiningu um peningastöðu sína. Milljarður er í raun þúsund milljónir. Ein milljón er skrifað svona 1.000.000 og í samanburði má geta þess að þúsund kall er skrifað svona 1.000. Milljarður er því skrifaður eitthvað á þessa leið 1.000.000.000. HluthafarEru eigendur hlutafélaga. Hlutfélag er er félag sem er sjálft ábyrgt fyrir skuldbindingum sínum og eigendur þess bera takmarkaða ábyrgð. Price to book Það er markaðsvirði félagsins deilt með eigið fé félagsins. Þú ert í raun að kaupa peninga fyrir peninga og talað er um að þetta megi ekki vera mikið fyrir ofan einn hjá fjárfestingarfélögum. Hjá FL Group var þetta t.d komið eitthvað í kringum 1,6 sem þýðir að það var 60% álagning á eigið fé hjá félaginu. Þeir voru því að kaupa hverja milljón fyrir 1.600.000. Að flaggaHlutir í félögum á markaði skipta oft hratt um hendur. Við hver viðskipti breytist eignarhald á viðkomandi félagi og við stærri viðskipti getur eignarhald eða atkvæðisréttur breyst svo mikið að skylt sé að tilkynna um það til Kauphallarinnar og hlutafélagsins sem um ræðir. Slík tilkynning er nefnd flöggun. Ákveðin mörk hafa verið dregin í þessu sambandi og ber að flagga þegar eignarhlutur eða atkvæðisréttur fer yfir hvert þeirra. Mörkin liggja við 5%, 10%, 20%, 33,33%, 50% og 66,75% hlut. Flaggað er þegar heildareignir viðkomandi fer upp eða niður fyrir framangreind mörk. HlutafjárútboðÞegar fyrirtæki er skráð á markað í fyrsta sinn er fenginn einhver óháður aðili til þess að meta virði fyrirtækisins og þannig ákveður hann útboðsgengi sem er söluverð nýju hlutanna til fjárfesta. Að því loknu er ákveðið hvert gengi hlutanna í félaginu er í viðskiptum á markaði. Framvirkir samningarOft er talað um framvirka samninga í samhengi við hlutabréf. Slíkur samningur er afleiðsamningur sem byggir á einhverjum undirliggjandi þáttum á borð við gengi hlutabréfa, þróun gengis á tiltekinni mynt o.fl. GengistapÞegar rætt er um gengi félags á markaði er átt við það verð sem bréf þess hafa gengið kaupum og sölum á. Alltaf er miðað við það verð sem síðustu viðskipti voru með bréfin. Gengistap er því þegar menn selja bréfin á lægra verði en þeir keyptu þau á. YfirtökuskyldaSamkvæmt lögum myndast yfirtökuskylda þegar hluthafi í samráði eða samstarfi við aðra ráð yfir 40% eignarhluta eða meira. Yfirtökunefnd tekur afstöðu til þess hvort slík skylda hafi myndast eða ekki. Sé skyldan til staðar ber þeim hluthöfum sem eiga 40% eða meira að kaupa út þá hluthafa sem fyrir eru í félaginu. StimpilgjaldÞegar gefin eru út verðbréf á íslandi þarf að greiða tiltekið gjald til ríkisins og er það nefnt stimpilgjald sem vísar til þess að ríkið þarf að stimpla verðbréfið til að það sé löglegt. Flestir kynnast þessum dýrasta stimpli heims þegar þeir taka íbúðarlán. EBITDAEr skammstöfun fyrir eftirfarandi setningu: Earnings Before Interest, Taxes, Depreciation and Amortization. Í stuttu máli er þetta hagnaður fyrir afskriftir. Skamstöfunin er borin fram "ebidda" hjá bankamönnunum. KúlaÞetta er slangur sem mikið er notað í hlutabréfaviðskiptum. Menn tala um kúlu sem eina milljón króna. Fimm kúlur eru því fimm milljónir í bransanum. EiturpillurÞetta er sú aðferð stjórnar til að verjast yfirtöku að gera reksturinn óaðlaðandi í augum þeirra sem vilja taka það yfir. Það má gera til dæmis með því að breyta samþykktum félagsins sem gerir stöðu væntanlegra yfirtökuaðila erfiða í félaginu, kaupa eða selja eignir félagsins og gera það þannig ófýsilegra eða taka til einhverra annarra aðgerða í rekstrinum með sama markmiði. Nefnist aðgerðin eiturpillur með vísun í að verið sé að valda skaða til að forðast yfirtökuna. Slíkar aðgerðir eru að öllu jöfnu ekki í þágu hluthafa félagsins. Aðferðin er ekki algeng hérlendis. Hvíti riddarinnÁkveðin tegund yfirtöku, eða tilraunar til yfirtöku, þar sem sitjandi stjórn fréttir af yfirtökuáformum og fær þriðja aðila til að koma inn í hluthafahópinn og hjálpa stjórninni við að halda völdum í félaginu. Sá þriðji aðili er þá nefndur hvíti riddarinn og er hugtakið þaðan komið. Efni greinarinnar var að hluta til unnið upp úr upplýsingum frá verðbréfavefnum M5 . Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Orðabók viðskiptalífsins. Nú þegar umræðan um viðskiptalífið er í hámarki er ekki úr vegi að fara yfir tungumálið sem "þessir menn" tala. Alveg nákvæmlega eins menn mæta í fjölmiðla og tala alveg nákvæmlega sama tungumálið sem enginn skilur, nema þessir menn sem eru alveg nákvæmlega eins. Fyrir þá sem ekkert skilja er ástandið yfirleitt útskýrt eitthvað á þá leið að partýið sé að verða búið. Vísir tók saman nokkur hugtök úr viðskiptalífinu og reyndi að koma þeim yfir á mannamál, með misjöfnum árangri þó. ÚrvalsvísitalaNefnist ICEX-15 í bransanum eða úrvalsvísitala aðallista. Talan 15 merkir að hún er sett saman úr 15 félögum. Hún hækkar síðan og lækkar eftir því hvernig verð hluta í þessum 15 félögum þróast. Félögin sem mynda úrvalsvísitöluna eru ákveðin tvisvar á ári í 6 mánuði í senn. Kauphöllin Er staður þar sem viðskipti með verðbréf fara fram. Kauphöll Íslands er í eigu banka, lífeyrissjóða og félaga sem þar eru skráð. Þú þarft sérstak leyfi til þess að kaupa og selja í kauphöllinni. Þar koma svokallaðir verðbréfamiðlarar til sögunnar en þeir hafa slík leyfi. Veðköll (e. Margin call) Ef þú kaupir hlutabréf fyrir t.d 10 milljónir og átt 3 milljónir en tekur lán út á bréfin fyrir 7 milljónir. Ef bréfin síðan lækka undir eitthvað ákveðið mark sem bankinn setur þá kemur það sem kallað er veðkall. Þú verður þá annaðhvort að koma með meiri pening sem tryggingu eða þá að bankinn tekur bréfin og byrjar að selja þau. "Að gíra sig upp"Það er þegar menn taka lán út á hlutabréfin og skuldsetja sig þannig. Þetta hefur verið í lagi síðustu 3-4 ár og menn hafa gírað sig jafnóðum eins mikið og þeir mega. Þetta hefur borgað sig hingað til og menn hafa verið að moka inn á þessu. Á endanum getur þú hinsvegar misst allt á mjög skömmum tíma. Eigið féEr einnig nefnt eignarfjárhlutfall á fagmáli. Því er ætlað að sýna fjárhagslegan styrk fyrirtækisins og er hlutfall eigin fjár af heildarfjármagni fyrirtækis. Eigið fé er því í raun eignir félagsins. MilljarðurÞað eru fáir sem nota þessa mælieiningu um peningastöðu sína. Milljarður er í raun þúsund milljónir. Ein milljón er skrifað svona 1.000.000 og í samanburði má geta þess að þúsund kall er skrifað svona 1.000. Milljarður er því skrifaður eitthvað á þessa leið 1.000.000.000. HluthafarEru eigendur hlutafélaga. Hlutfélag er er félag sem er sjálft ábyrgt fyrir skuldbindingum sínum og eigendur þess bera takmarkaða ábyrgð. Price to book Það er markaðsvirði félagsins deilt með eigið fé félagsins. Þú ert í raun að kaupa peninga fyrir peninga og talað er um að þetta megi ekki vera mikið fyrir ofan einn hjá fjárfestingarfélögum. Hjá FL Group var þetta t.d komið eitthvað í kringum 1,6 sem þýðir að það var 60% álagning á eigið fé hjá félaginu. Þeir voru því að kaupa hverja milljón fyrir 1.600.000. Að flaggaHlutir í félögum á markaði skipta oft hratt um hendur. Við hver viðskipti breytist eignarhald á viðkomandi félagi og við stærri viðskipti getur eignarhald eða atkvæðisréttur breyst svo mikið að skylt sé að tilkynna um það til Kauphallarinnar og hlutafélagsins sem um ræðir. Slík tilkynning er nefnd flöggun. Ákveðin mörk hafa verið dregin í þessu sambandi og ber að flagga þegar eignarhlutur eða atkvæðisréttur fer yfir hvert þeirra. Mörkin liggja við 5%, 10%, 20%, 33,33%, 50% og 66,75% hlut. Flaggað er þegar heildareignir viðkomandi fer upp eða niður fyrir framangreind mörk. HlutafjárútboðÞegar fyrirtæki er skráð á markað í fyrsta sinn er fenginn einhver óháður aðili til þess að meta virði fyrirtækisins og þannig ákveður hann útboðsgengi sem er söluverð nýju hlutanna til fjárfesta. Að því loknu er ákveðið hvert gengi hlutanna í félaginu er í viðskiptum á markaði. Framvirkir samningarOft er talað um framvirka samninga í samhengi við hlutabréf. Slíkur samningur er afleiðsamningur sem byggir á einhverjum undirliggjandi þáttum á borð við gengi hlutabréfa, þróun gengis á tiltekinni mynt o.fl. GengistapÞegar rætt er um gengi félags á markaði er átt við það verð sem bréf þess hafa gengið kaupum og sölum á. Alltaf er miðað við það verð sem síðustu viðskipti voru með bréfin. Gengistap er því þegar menn selja bréfin á lægra verði en þeir keyptu þau á. YfirtökuskyldaSamkvæmt lögum myndast yfirtökuskylda þegar hluthafi í samráði eða samstarfi við aðra ráð yfir 40% eignarhluta eða meira. Yfirtökunefnd tekur afstöðu til þess hvort slík skylda hafi myndast eða ekki. Sé skyldan til staðar ber þeim hluthöfum sem eiga 40% eða meira að kaupa út þá hluthafa sem fyrir eru í félaginu. StimpilgjaldÞegar gefin eru út verðbréf á íslandi þarf að greiða tiltekið gjald til ríkisins og er það nefnt stimpilgjald sem vísar til þess að ríkið þarf að stimpla verðbréfið til að það sé löglegt. Flestir kynnast þessum dýrasta stimpli heims þegar þeir taka íbúðarlán. EBITDAEr skammstöfun fyrir eftirfarandi setningu: Earnings Before Interest, Taxes, Depreciation and Amortization. Í stuttu máli er þetta hagnaður fyrir afskriftir. Skamstöfunin er borin fram "ebidda" hjá bankamönnunum. KúlaÞetta er slangur sem mikið er notað í hlutabréfaviðskiptum. Menn tala um kúlu sem eina milljón króna. Fimm kúlur eru því fimm milljónir í bransanum. EiturpillurÞetta er sú aðferð stjórnar til að verjast yfirtöku að gera reksturinn óaðlaðandi í augum þeirra sem vilja taka það yfir. Það má gera til dæmis með því að breyta samþykktum félagsins sem gerir stöðu væntanlegra yfirtökuaðila erfiða í félaginu, kaupa eða selja eignir félagsins og gera það þannig ófýsilegra eða taka til einhverra annarra aðgerða í rekstrinum með sama markmiði. Nefnist aðgerðin eiturpillur með vísun í að verið sé að valda skaða til að forðast yfirtökuna. Slíkar aðgerðir eru að öllu jöfnu ekki í þágu hluthafa félagsins. Aðferðin er ekki algeng hérlendis. Hvíti riddarinnÁkveðin tegund yfirtöku, eða tilraunar til yfirtöku, þar sem sitjandi stjórn fréttir af yfirtökuáformum og fær þriðja aðila til að koma inn í hluthafahópinn og hjálpa stjórninni við að halda völdum í félaginu. Sá þriðji aðili er þá nefndur hvíti riddarinn og er hugtakið þaðan komið. Efni greinarinnar var að hluta til unnið upp úr upplýsingum frá verðbréfavefnum M5 .
Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent