Varar við því að draga einfaldar ályktanir af PISA-könnun 5. desember 2007 11:21 MYND/GVA Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, varar við því að menn dragi einfaldar ályktanir af niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar á námsárangri íslenskra grunnskólanema í samanburði við nemendur í öðrum löndum. Hann bindur vonir við að ný frumvörp um menntamál þjóðarinnar færi hlutina til betri vegar.Í samanburðarkönnun 57 landa sem birt var í gær kom í ljós að staða íslenskra grunnskólanema gagnvart jafnöldrum sínum hefði versnað á milli árannna 2000 og 2006. Þannig hefur lesskilningi íslenskra nemenda hrakað marktækt á tímabilinu og er Ísland fyrir neðan meðaltal OECD í náttúrurfræði.Ólafur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart en segir að forðast beri að draga einfaldar ályktanir af þessari rannsókn. Það þýði ekki einungis að horfa á þessar samanburðarniðurstöður heldur verði að setja þær í samhengi við aðrar rannsóknir þegar leitað er skýringa á slökum árangri. „Þetta er samspil margra mjög flókinna þátta sem taka bæði til skólans og samfélagsins," segir Ólafur og nefnir meðal annars aga, kennslu, námsbækur og aðstæður á heimilinu, eins og hvatningu til náms, í því sambandi.Aðspurður hvernig niðurstöðurnar snúi að kennslu í landinu segir Ólafur: „Við höfum talað um það í áratugi að lengja kennaranám og nú á loks að fara að gera það. Menntamálaráðherra hefur lagt fram fjögur góð frumvörp sem gera kröfur um fimm ára háskólanám hjá kennurum," segir Ólafur og bendir á að Íslendingar séu með eina stystu kennaramenntun í vestrænum ríkum.Ólafur bendir á að Finnar, sem verið hafa meðal efstu þjóða í PISA-könnunum, hafi fyrstir þjóða gert fimm ára kennaramenntun að skyldu og hann geti ekki lokað augunum fyrir því að tengsl geti verið þarna á milli. Hann tekur þó skýrt fram að hann telji ekki að íslenskir kennarar standi sig illa en alltaf megi gera betur.Ólafur segir að Kennaraháskólinn hafi um nokkurt skeið undirbúið það að lengja kennaranám í fimm ár og hann telur ótvírætt að það muni skila betri árangri í skólum. Hann bendir þó á að breytingarnar taki tíma og því megi ekki búast við gjörbyltingu á næstu árum. „En það er ekki nóg að huga að grunnmenntun heldur þurfum við einnig að efla endurmenntun hjá starfandi kennurum," segir Ólafur enn fremur. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira
Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, varar við því að menn dragi einfaldar ályktanir af niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar á námsárangri íslenskra grunnskólanema í samanburði við nemendur í öðrum löndum. Hann bindur vonir við að ný frumvörp um menntamál þjóðarinnar færi hlutina til betri vegar.Í samanburðarkönnun 57 landa sem birt var í gær kom í ljós að staða íslenskra grunnskólanema gagnvart jafnöldrum sínum hefði versnað á milli árannna 2000 og 2006. Þannig hefur lesskilningi íslenskra nemenda hrakað marktækt á tímabilinu og er Ísland fyrir neðan meðaltal OECD í náttúrurfræði.Ólafur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart en segir að forðast beri að draga einfaldar ályktanir af þessari rannsókn. Það þýði ekki einungis að horfa á þessar samanburðarniðurstöður heldur verði að setja þær í samhengi við aðrar rannsóknir þegar leitað er skýringa á slökum árangri. „Þetta er samspil margra mjög flókinna þátta sem taka bæði til skólans og samfélagsins," segir Ólafur og nefnir meðal annars aga, kennslu, námsbækur og aðstæður á heimilinu, eins og hvatningu til náms, í því sambandi.Aðspurður hvernig niðurstöðurnar snúi að kennslu í landinu segir Ólafur: „Við höfum talað um það í áratugi að lengja kennaranám og nú á loks að fara að gera það. Menntamálaráðherra hefur lagt fram fjögur góð frumvörp sem gera kröfur um fimm ára háskólanám hjá kennurum," segir Ólafur og bendir á að Íslendingar séu með eina stystu kennaramenntun í vestrænum ríkum.Ólafur bendir á að Finnar, sem verið hafa meðal efstu þjóða í PISA-könnunum, hafi fyrstir þjóða gert fimm ára kennaramenntun að skyldu og hann geti ekki lokað augunum fyrir því að tengsl geti verið þarna á milli. Hann tekur þó skýrt fram að hann telji ekki að íslenskir kennarar standi sig illa en alltaf megi gera betur.Ólafur segir að Kennaraháskólinn hafi um nokkurt skeið undirbúið það að lengja kennaranám í fimm ár og hann telur ótvírætt að það muni skila betri árangri í skólum. Hann bendir þó á að breytingarnar taki tíma og því megi ekki búast við gjörbyltingu á næstu árum. „En það er ekki nóg að huga að grunnmenntun heldur þurfum við einnig að efla endurmenntun hjá starfandi kennurum," segir Ólafur enn fremur.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira