Innlent

Dræmu rjúpnaveiðitímabili lokið - stykkið selt á 7000 kall

Einu dræmasta rjúpnaveiðitímabili sögunnar sögunnar lauk í dag. Færri munu fá rjúpu á jóladiskinn sinn en vildu og dæmi eru um að stykkið seljist á svörtum markaði á 7000 krónur.

Veiðimenn um allt land staðfestu í samtölum við fréttastofu í dag að rjúpnaveiðin hefði verið mjög léleg en veiðitíminn var líka óvenju stuttur í ár. Tíðarfari er sumpart kennt um en aðrir segja einfaldlega lítið til af fugli. Gísli Ólafsson rjúpnaskytta á Akureyri segir veiðina sögulega dræma.

Forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs spáir áframhaldandi veiðitakmörkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×