Innlent

Átak gegn kynbundnu ofbeldi

MYND/Getty Images

Í dag er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni er efnt til 16 daga átaks á alþjóðavísu. Fjölbreytt dagskrá er að þessu tilefni hér á landi á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Þetta er í 16. sinn sem 25. nóvember er tileinkaður kynbundnu ofbeldis. Átakið er til 10. desember og er ætlað að knýja á um afnám alls kyns kynbundins ofbeldis.

Kynfæralimlesting, heiðursmorð, mansal...

Konur búa við ógn um ofbeldi í öllum heimsálfum, löndum og menningarsvæðum óháð efnahag þjóðfélagsstétt, kynþætti og uppruna. Þær eiga á hættu kynfæralimlestingu, heiðursmorð, mansal, að vera giftar barnungar og ýmsar tegundir ofbeldis. Stúkur er 80-90 prósent barna sem misnotuð eru í vændi og kynlífsiðnaði. Þrisvar sinnum líklegra er að stúlka verði fyrir kynferðislegri misnotkun en drengir.

Hægt er að nálgast dagskránna á vefnum mannrettindi.is og þar er einnig hægt að skrifa undir áskorun sem afhent verður stjórnvöldum í lok átaksins. Þótt staða íslenskra kvenna sé sterk á mörgum sviðum, þá er kynbundið ofbeldi alvarlegt vandamál hér. Um þrjú þúsund konur hafa leitað sér hjálpar í Kvennaathvarfi frá stofnun þess og til Stígamóta hafa komið 4500 konur, eða um 2,8 prósent þjóðarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×