Bolað út vegna brúðkaups aldarinnar Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 12. nóvember 2007 15:16 Komið hefur verið upp viðbót við Listasafn Reykjavíkur vegna brúðkaups aldarinnar. MYND/Anton Listamenn sem fyrirhuguðu opnun sýningar á verkum sínum í Grafíksafninu næsta laugardag eru afar ósáttir við að þurfa að fresta sýningunni um viku vegna brúðkaups Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur. Brúðkaupsveisla parsins verður í Listasafni Reykjavíkur eftir athöfn í Dómkirkjunni 17. nóvember næstkomandi. Komið hefur verið fyrir einhvers konar tjaldi, eða færanlegri byggingu aftan við húsið sem lokar fyrir aðgang að Grafíksafninu. „Maður kemst ekki einu sinni inn til að setja sýninguna upp," segir Pjetur Stefánsson sem hefur unnið að undirbúningi í heilt ár ásamt Þóri Sigmundssyni. „Við vorum búnir að segja fullt af fólki frá sýningunni og boðskortið var komið í prentvélina þegar við fengum skilaboð um að búið væri að tjalda yfir salinn og við gætum ekki sett sýninguna upp vegna brúðkaupsins." Pétur segir að náðst hafi að stöðva prentun boðskortanna á elleftu stundu.Leigja bílaplanið fyrir 400 þúsund Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs sem rekur bílastæðin segist ekki hafa vitað til þess að lokað yrði fyrir innganginn að Grafíksafninu með þessum hætti. Henni þyki miður að svo skuli vera en ákvörðun um tjaldið hafi ekki verið á hennar könnu. Á umræddu svæði séu 15-20 bílastæði sem leigð eru á 1.600 krónur hvert fyrir sólarhringinn. Svæðið er leigt í tvær vikur vegna undirbúnings og frágangs og er heildarleiga því um 400 þúsund krónur fyrir tímabilið.Pjetri og Þór var tilkynnt um fyrirkomulagið af stjórnarmanni Grafíkfélagsins síðastliðinn föstudag. „Það er ekki einungis valtað yfir einstaklinga með þessum hætti, heldu tjaldað yfir okkur líka," segir Pjetur.Hrólfur Jónsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs segir að reynt hafi verið að hafa samstarf og samvinnu við alla sem málið snerti. Honum hafi ekki verið kunnugt um fyrirhugaða sýningu.Kolbrún segir að bílastæði séu leigð út hér og þar um borgina fyrir sérstaka atburði. Hún nefnir sem dæmi lokun vegna Airwaves tónlistarhátíðarinnar sem hafi þó einungis staðið í einn sólarhring.Eftir stendur að Pjetur og Þór þurfa að fresta opnun sýningarinnar um eina viku og verður hún því opnuð 24. nóvember. „Ef ég væri Kjarval þá myndi ég halda sýninguna fyrir utan tjaldið, en ég bíð rólegur og opna viku seinna," segir Pjetur. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Listamenn sem fyrirhuguðu opnun sýningar á verkum sínum í Grafíksafninu næsta laugardag eru afar ósáttir við að þurfa að fresta sýningunni um viku vegna brúðkaups Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur. Brúðkaupsveisla parsins verður í Listasafni Reykjavíkur eftir athöfn í Dómkirkjunni 17. nóvember næstkomandi. Komið hefur verið fyrir einhvers konar tjaldi, eða færanlegri byggingu aftan við húsið sem lokar fyrir aðgang að Grafíksafninu. „Maður kemst ekki einu sinni inn til að setja sýninguna upp," segir Pjetur Stefánsson sem hefur unnið að undirbúningi í heilt ár ásamt Þóri Sigmundssyni. „Við vorum búnir að segja fullt af fólki frá sýningunni og boðskortið var komið í prentvélina þegar við fengum skilaboð um að búið væri að tjalda yfir salinn og við gætum ekki sett sýninguna upp vegna brúðkaupsins." Pétur segir að náðst hafi að stöðva prentun boðskortanna á elleftu stundu.Leigja bílaplanið fyrir 400 þúsund Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs sem rekur bílastæðin segist ekki hafa vitað til þess að lokað yrði fyrir innganginn að Grafíksafninu með þessum hætti. Henni þyki miður að svo skuli vera en ákvörðun um tjaldið hafi ekki verið á hennar könnu. Á umræddu svæði séu 15-20 bílastæði sem leigð eru á 1.600 krónur hvert fyrir sólarhringinn. Svæðið er leigt í tvær vikur vegna undirbúnings og frágangs og er heildarleiga því um 400 þúsund krónur fyrir tímabilið.Pjetri og Þór var tilkynnt um fyrirkomulagið af stjórnarmanni Grafíkfélagsins síðastliðinn föstudag. „Það er ekki einungis valtað yfir einstaklinga með þessum hætti, heldu tjaldað yfir okkur líka," segir Pjetur.Hrólfur Jónsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs segir að reynt hafi verið að hafa samstarf og samvinnu við alla sem málið snerti. Honum hafi ekki verið kunnugt um fyrirhugaða sýningu.Kolbrún segir að bílastæði séu leigð út hér og þar um borgina fyrir sérstaka atburði. Hún nefnir sem dæmi lokun vegna Airwaves tónlistarhátíðarinnar sem hafi þó einungis staðið í einn sólarhring.Eftir stendur að Pjetur og Þór þurfa að fresta opnun sýningarinnar um eina viku og verður hún því opnuð 24. nóvember. „Ef ég væri Kjarval þá myndi ég halda sýninguna fyrir utan tjaldið, en ég bíð rólegur og opna viku seinna," segir Pjetur.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira