Mannréttindi eiga að vera kosningamál Toshiki Toma skrifar 4. maí 2007 06:00 Áherslumál í kosningum eru að sjálfsögðu þeir punktar sem hver flokkur telur mikilvæga og tímabært að ræða í kosningabaráttunni. En sum málefni verða sjaldan áherslumál í kosningum, þótt menn telji þau mikilvæg. Slík mál eru t.d. mannréttindamál, friðarmál, flóttamannamál eða jafnréttismál minnihlutahópa í samfélaginu. Þetta er kannski vegna þess að beinir hagsmunaaðilar málaflokkanna eru ekki margir og stjórnmálaflokkarnir einblína á stærri markað, s.s. almenna kjósendur. Þetta þýðir alls ekki að mannréttindamál eða jafnréttismál minnihlutahópa séu lítils virði eða að þau eigi ekki erindi við meirihlutann, því mannréttindahugtakið er jú grundvöllurinn að uppbyggingu nútíma samfélags og án þeirra mun samfélagið fara villur vegar. Ég tel því mikilvægt og nauðsynlegt að kosningastefna og áherslumál í kosningum almennt endurspegli mannréttindahugsjónina og tillitssemi við minnihlutahópa í samfélaginu, þótt þau atriði birtist ekki á beinan og skýran hátt. Ef maður getur ekki séð nein merki um mannréttindahugsjónina í tiltekinni stefnu, verður að álykta sem svo að viðkomandi stefna hafi verið búin til fyrir tiltekin hagsmunahóp sem er annaðhvort í valdastöðu eða meirihluta. Nú langar mig til að vitna í stefnu VG um innflytjendamál sem dæmi. Nefnd Evrópuráðs gegn kynþáttafordómum og mismunun (ECRI) er eins konar „vakt“ um mannréttindamál. Hún birti skýrslu sína í febrúar sl., en í henni eru ábendingar um stöðu Íslands í mannréttindamálum innflytjenda ásamt tilmælum til úrbóta, t.d. að tryggja og efla starfsemi frjálsra mannréttindasamtaka að setja raunhæf lög gegn kynþáttafordómum og mismunun, að breyta reglum um tímabundin atvinnuleyfi sem nú eru bundin við atvinnurekendur, að tryggja réttindi erlendra kvenna og barna, að endurskoða 24 ára reglu í lögum um útlendinga, að hvetja innflytjendur til að taka þátt í kosningum. Það eru fleiri áhugaverð atriði í skýrslunni sem ekki verða talin hér. Málið er að næstum allar ábendingar ECRI og tilmæli til úrbóta sjást í stefnu VG. Ekki vegna þess að VG hafi haft skýrslu ECRI til hliðsjónar, heldur reyndist flokkurinn einfaldlega deila hugmyndafræði ECRI. Þess vegna leyfi ég mér að fullyrða að stefna VG t.d. í innflytjendamálum sé stefna sem byggir á mannréttindum. Að lokum vil ég biðja lesendur um að muna að við lifum ekki á miðöldum, þegar mismunandi lög giltu fyrir ólíka samfélagshópa. Hér eru bara ein lög og allir eiga að vera jafnir fyrir þeim. En sú staðreynd að hér séu ein lög þýðir ekki að „framkvæmd laganna“ sé ekki mismunandi eftir því hvort um mann í valdastöðu er að ræða eða alþýðumann. Framkvæmd laganna er líka mikilvæg fyrir mannréttindi okkar. Hugsum málið og kjósum viturlega!Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Áherslumál í kosningum eru að sjálfsögðu þeir punktar sem hver flokkur telur mikilvæga og tímabært að ræða í kosningabaráttunni. En sum málefni verða sjaldan áherslumál í kosningum, þótt menn telji þau mikilvæg. Slík mál eru t.d. mannréttindamál, friðarmál, flóttamannamál eða jafnréttismál minnihlutahópa í samfélaginu. Þetta er kannski vegna þess að beinir hagsmunaaðilar málaflokkanna eru ekki margir og stjórnmálaflokkarnir einblína á stærri markað, s.s. almenna kjósendur. Þetta þýðir alls ekki að mannréttindamál eða jafnréttismál minnihlutahópa séu lítils virði eða að þau eigi ekki erindi við meirihlutann, því mannréttindahugtakið er jú grundvöllurinn að uppbyggingu nútíma samfélags og án þeirra mun samfélagið fara villur vegar. Ég tel því mikilvægt og nauðsynlegt að kosningastefna og áherslumál í kosningum almennt endurspegli mannréttindahugsjónina og tillitssemi við minnihlutahópa í samfélaginu, þótt þau atriði birtist ekki á beinan og skýran hátt. Ef maður getur ekki séð nein merki um mannréttindahugsjónina í tiltekinni stefnu, verður að álykta sem svo að viðkomandi stefna hafi verið búin til fyrir tiltekin hagsmunahóp sem er annaðhvort í valdastöðu eða meirihluta. Nú langar mig til að vitna í stefnu VG um innflytjendamál sem dæmi. Nefnd Evrópuráðs gegn kynþáttafordómum og mismunun (ECRI) er eins konar „vakt“ um mannréttindamál. Hún birti skýrslu sína í febrúar sl., en í henni eru ábendingar um stöðu Íslands í mannréttindamálum innflytjenda ásamt tilmælum til úrbóta, t.d. að tryggja og efla starfsemi frjálsra mannréttindasamtaka að setja raunhæf lög gegn kynþáttafordómum og mismunun, að breyta reglum um tímabundin atvinnuleyfi sem nú eru bundin við atvinnurekendur, að tryggja réttindi erlendra kvenna og barna, að endurskoða 24 ára reglu í lögum um útlendinga, að hvetja innflytjendur til að taka þátt í kosningum. Það eru fleiri áhugaverð atriði í skýrslunni sem ekki verða talin hér. Málið er að næstum allar ábendingar ECRI og tilmæli til úrbóta sjást í stefnu VG. Ekki vegna þess að VG hafi haft skýrslu ECRI til hliðsjónar, heldur reyndist flokkurinn einfaldlega deila hugmyndafræði ECRI. Þess vegna leyfi ég mér að fullyrða að stefna VG t.d. í innflytjendamálum sé stefna sem byggir á mannréttindum. Að lokum vil ég biðja lesendur um að muna að við lifum ekki á miðöldum, þegar mismunandi lög giltu fyrir ólíka samfélagshópa. Hér eru bara ein lög og allir eiga að vera jafnir fyrir þeim. En sú staðreynd að hér séu ein lög þýðir ekki að „framkvæmd laganna“ sé ekki mismunandi eftir því hvort um mann í valdastöðu er að ræða eða alþýðumann. Framkvæmd laganna er líka mikilvæg fyrir mannréttindi okkar. Hugsum málið og kjósum viturlega!Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun