Vopnaframleiðendurnir óttast ekki mótmæli Íslendinga Andri Ólafsson skrifar 30. október 2007 10:23 Á meðal þess sem BAE framleiðir er þessi skriðdreki. „Við erum hér í liðsstyrkingu (team building),“ segir John Suttle, starfsmannastjóri hins umdeilda vopnaframleiðslufyrirtækis BAE sem fundar þessa dagana á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík. Hann segir þrjátíu af háttsettustu yfirmönnum fyrirtækisins vera hér á landi og að fundað verði fram á föstudag. BAE er eitt stærsta vopnaframleiðslufyrirtæki heims. Það er afar umdeilt og hefur ítrekað verið í fréttum undanfarin misseri í Bretlandi, meðal annars vegna aðildar sinnar að mútumálum í Sádi-Arabíu. Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, segist ekkert sérlega hrifinn af veru forsvarsmanna BAE hér á landi. „Þetta eru að mínu mati mun hættulegri menn en þeir sem hugðust taka þátt í hinnu miklu klámráðstefnu," segir Stefán sem minnir á að hópur manna úr klámiðnaðinum sem hugðist koma í hópeflisferð hingað til lands hætti við vegna viðbragða almennings. „Ég minnist þess sérstaklega að þegar klámráðstefnumálið kom upp fór þáverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fram á það við lögreglu að hún rannsakaði hvort þeir aðilar væru viðriðnir lögbrot í heimalöndum sínum. Má maður þá ekki spyrja hvort ekki sé jafnvel enn frekara tilefni til hins sama nú," spyr Stefán. John Suttle frá BAE segist ekki eiga von á mótmælum við dvöl sinna manna hér á landi. „Ég vona að fólk geri sér grein fyrir því að við erum aðallega í því að framleiða búnað sem ver hermenn gegn árásum. Slagorð okkar er: Við verjum þá sem verja okkur," segir Suttle. Suttle segist hrifinn af fegurð Íslands og vonast til að geta skoðað landið nánar áður en heim verður haldið í lok vikunnar. Hins vegar verði meginþorra vikunnar eytt í fundarherbergjum Nordica Hilton hótelsins. Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira
„Við erum hér í liðsstyrkingu (team building),“ segir John Suttle, starfsmannastjóri hins umdeilda vopnaframleiðslufyrirtækis BAE sem fundar þessa dagana á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík. Hann segir þrjátíu af háttsettustu yfirmönnum fyrirtækisins vera hér á landi og að fundað verði fram á föstudag. BAE er eitt stærsta vopnaframleiðslufyrirtæki heims. Það er afar umdeilt og hefur ítrekað verið í fréttum undanfarin misseri í Bretlandi, meðal annars vegna aðildar sinnar að mútumálum í Sádi-Arabíu. Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, segist ekkert sérlega hrifinn af veru forsvarsmanna BAE hér á landi. „Þetta eru að mínu mati mun hættulegri menn en þeir sem hugðust taka þátt í hinnu miklu klámráðstefnu," segir Stefán sem minnir á að hópur manna úr klámiðnaðinum sem hugðist koma í hópeflisferð hingað til lands hætti við vegna viðbragða almennings. „Ég minnist þess sérstaklega að þegar klámráðstefnumálið kom upp fór þáverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fram á það við lögreglu að hún rannsakaði hvort þeir aðilar væru viðriðnir lögbrot í heimalöndum sínum. Má maður þá ekki spyrja hvort ekki sé jafnvel enn frekara tilefni til hins sama nú," spyr Stefán. John Suttle frá BAE segist ekki eiga von á mótmælum við dvöl sinna manna hér á landi. „Ég vona að fólk geri sér grein fyrir því að við erum aðallega í því að framleiða búnað sem ver hermenn gegn árásum. Slagorð okkar er: Við verjum þá sem verja okkur," segir Suttle. Suttle segist hrifinn af fegurð Íslands og vonast til að geta skoðað landið nánar áður en heim verður haldið í lok vikunnar. Hins vegar verði meginþorra vikunnar eytt í fundarherbergjum Nordica Hilton hótelsins.
Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira