Innlent

Kastaðist á kyrrstæðan bíl

Sautján ára kappa á tryllitæki, brást bogalistin þegar hann var að reykspóla í hringi á bílastæði útgerðarfélagsins Brims á Akureyri upp úr miðnætti. Hann missti stjórn á bílnum, sem kastaðist á kyrrstæðan bíl og þaðan upp í steinbeð, þar sem hann hafnaði á gamalli skipsskrúfu, sem þar er til skrauts.

Þrátt fyrir ósköpin slapp pilturinn ómeiddur en bíllinn var svo illa leikinn að lögregla klippti af honum númerin sem tjónabíl, og var hann fjarlægður með kranabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×