Innlent

Nýr meirihluti: Dagur B. Eggertsson nýr borgarstjóri

Minnihlutinn í borgarstjórn hefur samið um að mynda nýjan borgarstjórnarmeirihluta með Framsóknarflokki. Dagur B. Eggertsson verður borgarstjóri og sjálfstæðismenn verða einir í minnihluta.

Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag mætti Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi framsóknar, ekki til fundar í Höfða í hádeginu þar sem til stóð að ræða fjárhagsáætlun borgarinnar og ágreining meirihlutans um REI.

Björn Ingi Hrafnsson tilkynnti Vilhjálmi á fundi fyrir stundu að meirihlutasamstarfi D og B lista hefði verið slitið og hann hygðist mynda nýjan meirihluta með minnihlutaflokkunum þremur



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×