Erlent

Danir nota upplýsingar sem eru fengnar með pyntingum

Óli Tynes skrifar

Forsætisráðherra Danmerkur telur allt í lagi að nota upplýsingar sem fengnar eru með pyntingum, ef þær geta komið í veg fyrir hryðjuverk í Danmörku.

Anders Fogh Rasmussen, sagði þetta á fundi með fréttamönnum í dag. Ráðherrann lagði áherslu á að Danir fordæmtu pyntingar og þær væru bannaðar í landinu.

Danmörk væri hinsvegar í sambandi við leyniþjónustur og lögreglu í um allan heim. Þeim væri kunnugt um að í sumum þessara landa væru menn pyntaðir til sagna.

Anders Fogh sagði að þótt Danir væru algerlega á móti pyntingum þá gætu yfirvöld ekki leitt hjá sér upplýsingar sem vörðuðu öryggi þegnanna. Jafnvel þótt þau grunaði að þær upplýsingar hefðu verið fengnar með pyntingum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×