Varð fyrir fólskulegri árás í Laugarneshverfi Andri Ólafsson skrifar 7. október 2007 15:25 Svona leit kærasti Unnar Maríu eftir árásina í morgun. „Það er óhugnalegt að svona nokkuð geti átt sér stað svo nálægt heimili manns," segir Unnur María Birgisdóttir en kærasti hennar, 24 ára karlmaður, varð fyrir fólskulegri árás þar sem hann var á heimleið úr miðborg Reykjavíkur í morgun. Árásin varð á Horni Sundlaugarvegs og Borgartúns í morgun. Kærasti Unnar var á heimleið úr miðbænum ásamt félaga sínum. Þar mættu þeir tveim mönnum. Kærastinn og félagi hans veittu mönnunum enga sérstaka eftirtekt en skyndilega sló annar maðurinn kærastan bylmingshöggi með þeim afleiðingum að hann féll vankaður í jörðina. Við höggið hlaut hann opið beinbrot á nefi auk þess sem nokkar tennur úr honum brotnuðu. Félagi kærastans hljóp á brott til að sækja aðstoð og náði hann að hringja á lögreglu. Áður en hún kom á staðinn gaf árásarmaðurinn sér tíma til að standa yfir fórnarlambi sínu og ausa yfir hann svívirðingum á tungumáli sem fórnarlambið skildi ekki. Á meðan þessu stóð stöðvaði bíll við gangstéttina. Bílstjórinn spurði hvort ekki væri allt í lagi, hvort mennirnir þörfnuðust ekki aðstoðar. Árásarmaðurinn svaraði þá á ensku og sagði bílstjóranum að aka áfram því engrar aðstoðar væri þörf. Skömmu síðar hvarf árásarmaðurinn á brott ásamt félaga sínum. Meiðsli kærasta Unnar eru það alvarleg að hann þarf á morgun að gangast undir uppskurð til þess að rétta nef hans. Því næst þarf hann að setjast í tannlæknastól og láta gera við skemmdir á tönnum sínum. En mesti skaðinn er ekki endilega líkamlegur. „Við erum bæði í sjokki," segir Unnur María. „Ég held að við þurfum bæði að leita okkur áfallahjálpar eftir þetta. Það sem gerir þetta sérstaklega erfitt er tilhugsunin um að þetta gerist í hverfinu okkar. Ekki í miðborginni þar sem okkur er kennt að ýmislegt getir gerst heldur örstutt frá þar sem við búum." Lögregla hefur ekki vitneskju um hver var þarna að verki og eru því allir sem upplýsingar um málið geta gefið, og þá sérstaklega ökumaðurinn sem stöðvaði bifreið sína og bauð árásarmanninum aðstoð sína, beðnir um að hafa samband við hana í síma 444-1000. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
„Það er óhugnalegt að svona nokkuð geti átt sér stað svo nálægt heimili manns," segir Unnur María Birgisdóttir en kærasti hennar, 24 ára karlmaður, varð fyrir fólskulegri árás þar sem hann var á heimleið úr miðborg Reykjavíkur í morgun. Árásin varð á Horni Sundlaugarvegs og Borgartúns í morgun. Kærasti Unnar var á heimleið úr miðbænum ásamt félaga sínum. Þar mættu þeir tveim mönnum. Kærastinn og félagi hans veittu mönnunum enga sérstaka eftirtekt en skyndilega sló annar maðurinn kærastan bylmingshöggi með þeim afleiðingum að hann féll vankaður í jörðina. Við höggið hlaut hann opið beinbrot á nefi auk þess sem nokkar tennur úr honum brotnuðu. Félagi kærastans hljóp á brott til að sækja aðstoð og náði hann að hringja á lögreglu. Áður en hún kom á staðinn gaf árásarmaðurinn sér tíma til að standa yfir fórnarlambi sínu og ausa yfir hann svívirðingum á tungumáli sem fórnarlambið skildi ekki. Á meðan þessu stóð stöðvaði bíll við gangstéttina. Bílstjórinn spurði hvort ekki væri allt í lagi, hvort mennirnir þörfnuðust ekki aðstoðar. Árásarmaðurinn svaraði þá á ensku og sagði bílstjóranum að aka áfram því engrar aðstoðar væri þörf. Skömmu síðar hvarf árásarmaðurinn á brott ásamt félaga sínum. Meiðsli kærasta Unnar eru það alvarleg að hann þarf á morgun að gangast undir uppskurð til þess að rétta nef hans. Því næst þarf hann að setjast í tannlæknastól og láta gera við skemmdir á tönnum sínum. En mesti skaðinn er ekki endilega líkamlegur. „Við erum bæði í sjokki," segir Unnur María. „Ég held að við þurfum bæði að leita okkur áfallahjálpar eftir þetta. Það sem gerir þetta sérstaklega erfitt er tilhugsunin um að þetta gerist í hverfinu okkar. Ekki í miðborginni þar sem okkur er kennt að ýmislegt getir gerst heldur örstutt frá þar sem við búum." Lögregla hefur ekki vitneskju um hver var þarna að verki og eru því allir sem upplýsingar um málið geta gefið, og þá sérstaklega ökumaðurinn sem stöðvaði bifreið sína og bauð árásarmanninum aðstoð sína, beðnir um að hafa samband við hana í síma 444-1000.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira