Varð fyrir fólskulegri árás í Laugarneshverfi Andri Ólafsson skrifar 7. október 2007 15:25 Svona leit kærasti Unnar Maríu eftir árásina í morgun. „Það er óhugnalegt að svona nokkuð geti átt sér stað svo nálægt heimili manns," segir Unnur María Birgisdóttir en kærasti hennar, 24 ára karlmaður, varð fyrir fólskulegri árás þar sem hann var á heimleið úr miðborg Reykjavíkur í morgun. Árásin varð á Horni Sundlaugarvegs og Borgartúns í morgun. Kærasti Unnar var á heimleið úr miðbænum ásamt félaga sínum. Þar mættu þeir tveim mönnum. Kærastinn og félagi hans veittu mönnunum enga sérstaka eftirtekt en skyndilega sló annar maðurinn kærastan bylmingshöggi með þeim afleiðingum að hann féll vankaður í jörðina. Við höggið hlaut hann opið beinbrot á nefi auk þess sem nokkar tennur úr honum brotnuðu. Félagi kærastans hljóp á brott til að sækja aðstoð og náði hann að hringja á lögreglu. Áður en hún kom á staðinn gaf árásarmaðurinn sér tíma til að standa yfir fórnarlambi sínu og ausa yfir hann svívirðingum á tungumáli sem fórnarlambið skildi ekki. Á meðan þessu stóð stöðvaði bíll við gangstéttina. Bílstjórinn spurði hvort ekki væri allt í lagi, hvort mennirnir þörfnuðust ekki aðstoðar. Árásarmaðurinn svaraði þá á ensku og sagði bílstjóranum að aka áfram því engrar aðstoðar væri þörf. Skömmu síðar hvarf árásarmaðurinn á brott ásamt félaga sínum. Meiðsli kærasta Unnar eru það alvarleg að hann þarf á morgun að gangast undir uppskurð til þess að rétta nef hans. Því næst þarf hann að setjast í tannlæknastól og láta gera við skemmdir á tönnum sínum. En mesti skaðinn er ekki endilega líkamlegur. „Við erum bæði í sjokki," segir Unnur María. „Ég held að við þurfum bæði að leita okkur áfallahjálpar eftir þetta. Það sem gerir þetta sérstaklega erfitt er tilhugsunin um að þetta gerist í hverfinu okkar. Ekki í miðborginni þar sem okkur er kennt að ýmislegt getir gerst heldur örstutt frá þar sem við búum." Lögregla hefur ekki vitneskju um hver var þarna að verki og eru því allir sem upplýsingar um málið geta gefið, og þá sérstaklega ökumaðurinn sem stöðvaði bifreið sína og bauð árásarmanninum aðstoð sína, beðnir um að hafa samband við hana í síma 444-1000. Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Það er óhugnalegt að svona nokkuð geti átt sér stað svo nálægt heimili manns," segir Unnur María Birgisdóttir en kærasti hennar, 24 ára karlmaður, varð fyrir fólskulegri árás þar sem hann var á heimleið úr miðborg Reykjavíkur í morgun. Árásin varð á Horni Sundlaugarvegs og Borgartúns í morgun. Kærasti Unnar var á heimleið úr miðbænum ásamt félaga sínum. Þar mættu þeir tveim mönnum. Kærastinn og félagi hans veittu mönnunum enga sérstaka eftirtekt en skyndilega sló annar maðurinn kærastan bylmingshöggi með þeim afleiðingum að hann féll vankaður í jörðina. Við höggið hlaut hann opið beinbrot á nefi auk þess sem nokkar tennur úr honum brotnuðu. Félagi kærastans hljóp á brott til að sækja aðstoð og náði hann að hringja á lögreglu. Áður en hún kom á staðinn gaf árásarmaðurinn sér tíma til að standa yfir fórnarlambi sínu og ausa yfir hann svívirðingum á tungumáli sem fórnarlambið skildi ekki. Á meðan þessu stóð stöðvaði bíll við gangstéttina. Bílstjórinn spurði hvort ekki væri allt í lagi, hvort mennirnir þörfnuðust ekki aðstoðar. Árásarmaðurinn svaraði þá á ensku og sagði bílstjóranum að aka áfram því engrar aðstoðar væri þörf. Skömmu síðar hvarf árásarmaðurinn á brott ásamt félaga sínum. Meiðsli kærasta Unnar eru það alvarleg að hann þarf á morgun að gangast undir uppskurð til þess að rétta nef hans. Því næst þarf hann að setjast í tannlæknastól og láta gera við skemmdir á tönnum sínum. En mesti skaðinn er ekki endilega líkamlegur. „Við erum bæði í sjokki," segir Unnur María. „Ég held að við þurfum bæði að leita okkur áfallahjálpar eftir þetta. Það sem gerir þetta sérstaklega erfitt er tilhugsunin um að þetta gerist í hverfinu okkar. Ekki í miðborginni þar sem okkur er kennt að ýmislegt getir gerst heldur örstutt frá þar sem við búum." Lögregla hefur ekki vitneskju um hver var þarna að verki og eru því allir sem upplýsingar um málið geta gefið, og þá sérstaklega ökumaðurinn sem stöðvaði bifreið sína og bauð árásarmanninum aðstoð sína, beðnir um að hafa samband við hana í síma 444-1000.
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira