Innlent

Vatnsrennibrautin á Bolungarvík slær í gegn

Mynd: bolungarvik.is
Nýverið var tekin í notkun glæný vatnsrennibraut í sundlauginni á Bolungarvík. Viðbrögðin létu ekki á sér standa því aðsóknin í laugina hefur margfaldast. Um fjögur hundruð gestir sóttu sundlaugina um síðustu helgi og hefur fjöldi gesta í sundlaugina undanfarna daga slegið öll fyrri aðsóknarmet.

Á heimasíðu Bolvíkinga er því lofað að vatnsrennibraut verði keyrð eins mikið og veðrátta leyfir en ljóst er að yfir háveturinn verði henni lokað.

"Tilvalið er að bregða sér í sundlaug Bolungarvíkur og taka sundsprett í lauginni, láta heitu pottana gæla við sig að maður tali nú ekki um salíbunurnar í vatnsrennibrautinni," segir síðuskrifari á bolungarvik.is



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×