Stærsti fíkniefnafundur sögunnar 20. september 2007 11:32 Lögregla lagði hald á tugi kílóa af ætluðum fíkniefnum í skútu á Fáskrúðsfirði í morgun. Nokkrir hafa verið handteknir en leit stendur enn yfir í skútunni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína til margra landa, að sögn lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hve mikið magn hafi fundist en Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segir að magnið hlaupi á tugum kílóa og líklega sé um að ræða stærsta fíkniefnafund Íslandssögunnar. Ekki hefur verið gefið upp hvers kyns fíkniefni er að ræða en Stefán Eiríksson segir að líklega sé um örvandi efni að ræða. Aðspurður sagði Stefán að tveir Íslendingar hefðu verið handteknir um borð í bátnum og þá var einn handtekinn á bryggjunni. Þá hefðu fleiri verið handteknir og aðgerðir stæðu enn yfir en ekki yrði upplýst að svo stöddu hvar þær færu fram og hverjir hefðu verið handteknir til viðbótar. Greint yrði frá því síðar. Að sögn Stefáns var aðgerðin skipulögð í samvinnu við alþjóðleg lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol. Undibúningur hafi staðið yfir í marga mánuði og ríkislögreglustjóri, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslan hefðu komið að málinu hér á landi.Opin leið milli Evrópu og Íslands Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði samstarf þessara aðila hafa verið frábært og sagði að án Landhelgisgæslunnar hefði aðgerðin ekki heppnast eins vel. Þá sagði Haraldur að samvinna við Europol í málinu hefði aðallega farið fram í gegnum tengilið ríkislögreglustjóra hjá Europol, Arnar Jensson. „Lögregluaðgerðin á þeim fullrúa allnokkuð að þakka," sagði Haraldur. Haraldur sagði ljóst út frá þessu að breytingar á skipan lögreglumála undanfarin ár hefðu skilað árangri. Löggæslustofnanir væru farnar að vinna betur saman, þær ynnu nánast sem ein heild. Þá sagði Haraldur málið enn fremur sýna áð íslensk lögregluyfirvöld gætu ekki unnið nema með aðild að erlendum stofnunum. Enn fremur kom fram að lögregluyfirvöld hefðu verið í sambandi við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem hefði fylgst með framvindu mála. Haraldur sagði enn fremur að aðgerðin hefði verið gríðarlega umfangsmikil og ljóst væri af henni að tryggja þyrfti hafnir landsins og styrkja lögreglu og Landhelgisgæslu því það væri í raun opin siglingaleið frá Evrópu til Íslands um Atlantshafið. Pólstjörnumálið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Lögregla lagði hald á tugi kílóa af ætluðum fíkniefnum í skútu á Fáskrúðsfirði í morgun. Nokkrir hafa verið handteknir en leit stendur enn yfir í skútunni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína til margra landa, að sögn lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hve mikið magn hafi fundist en Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segir að magnið hlaupi á tugum kílóa og líklega sé um að ræða stærsta fíkniefnafund Íslandssögunnar. Ekki hefur verið gefið upp hvers kyns fíkniefni er að ræða en Stefán Eiríksson segir að líklega sé um örvandi efni að ræða. Aðspurður sagði Stefán að tveir Íslendingar hefðu verið handteknir um borð í bátnum og þá var einn handtekinn á bryggjunni. Þá hefðu fleiri verið handteknir og aðgerðir stæðu enn yfir en ekki yrði upplýst að svo stöddu hvar þær færu fram og hverjir hefðu verið handteknir til viðbótar. Greint yrði frá því síðar. Að sögn Stefáns var aðgerðin skipulögð í samvinnu við alþjóðleg lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol. Undibúningur hafi staðið yfir í marga mánuði og ríkislögreglustjóri, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslan hefðu komið að málinu hér á landi.Opin leið milli Evrópu og Íslands Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði samstarf þessara aðila hafa verið frábært og sagði að án Landhelgisgæslunnar hefði aðgerðin ekki heppnast eins vel. Þá sagði Haraldur að samvinna við Europol í málinu hefði aðallega farið fram í gegnum tengilið ríkislögreglustjóra hjá Europol, Arnar Jensson. „Lögregluaðgerðin á þeim fullrúa allnokkuð að þakka," sagði Haraldur. Haraldur sagði ljóst út frá þessu að breytingar á skipan lögreglumála undanfarin ár hefðu skilað árangri. Löggæslustofnanir væru farnar að vinna betur saman, þær ynnu nánast sem ein heild. Þá sagði Haraldur málið enn fremur sýna áð íslensk lögregluyfirvöld gætu ekki unnið nema með aðild að erlendum stofnunum. Enn fremur kom fram að lögregluyfirvöld hefðu verið í sambandi við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem hefði fylgst með framvindu mála. Haraldur sagði enn fremur að aðgerðin hefði verið gríðarlega umfangsmikil og ljóst væri af henni að tryggja þyrfti hafnir landsins og styrkja lögreglu og Landhelgisgæslu því það væri í raun opin siglingaleið frá Evrópu til Íslands um Atlantshafið.
Pólstjörnumálið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira