Range Rover umhverfisvænni en Prius Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 7. september 2007 09:00 Þetta ættu að vera gleðitíðindi fyrir íslenska auðkýfinga, sem eru upp til hópa hrifnir af stórum jeppum. Bensínsþambandi tryllitæki gætu verið umhverfisvænni en tvinnbílar, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn þar sem orkunotkun tengd hverjum bíl, allt frá hönnun og framleiðsluferli til heildar rekstrartíma og endurvinnslu er tekin með í reikninginn. Þannig gætu margar jeppategundir sem umhverfisverndarsinnar agnúast jafnan út í verið umhverfisvænni en til dæmis svokallaðir tvinnbílar. Tvinnbílar nota bæði rafmagn og bensín og komast tvisvar til þrisvar sinnum lengra á einum lítra af bensíni en margir bensínhákar. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllandsposten í dag. Samkvæmt rannsókninni geta tæknilega einfaldir bílar sem eiga langan líftíma í rekstri verið umhverfisvænni en afar háþróaðir bílar þar sem þeir síðarnefndu eru svo orkufrekir í þróun, framleiðslu og endurvinnslu, auk þess sem þeir þurfa meiri þjónustu og eiga sér styttri líftíma. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er sú að lúxusjeppinn og bensínsvelgurinn Range Rover Sport noti minni heildarorku á líftíma sínum en til dæmis Toyota Prius tvinnbíll sem notið hefur mikilli vinsælda hjá umhverfisverndarsinnum. Þá er Jeep Wrangler með V8 bensínvél sagður einn "grænasti bíllinn" í boði í dag. Ekki kemur fram hver kostaði rannsóknina sem um ræðir. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bensínsþambandi tryllitæki gætu verið umhverfisvænni en tvinnbílar, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn þar sem orkunotkun tengd hverjum bíl, allt frá hönnun og framleiðsluferli til heildar rekstrartíma og endurvinnslu er tekin með í reikninginn. Þannig gætu margar jeppategundir sem umhverfisverndarsinnar agnúast jafnan út í verið umhverfisvænni en til dæmis svokallaðir tvinnbílar. Tvinnbílar nota bæði rafmagn og bensín og komast tvisvar til þrisvar sinnum lengra á einum lítra af bensíni en margir bensínhákar. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllandsposten í dag. Samkvæmt rannsókninni geta tæknilega einfaldir bílar sem eiga langan líftíma í rekstri verið umhverfisvænni en afar háþróaðir bílar þar sem þeir síðarnefndu eru svo orkufrekir í þróun, framleiðslu og endurvinnslu, auk þess sem þeir þurfa meiri þjónustu og eiga sér styttri líftíma. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er sú að lúxusjeppinn og bensínsvelgurinn Range Rover Sport noti minni heildarorku á líftíma sínum en til dæmis Toyota Prius tvinnbíll sem notið hefur mikilli vinsælda hjá umhverfisverndarsinnum. Þá er Jeep Wrangler með V8 bensínvél sagður einn "grænasti bíllinn" í boði í dag. Ekki kemur fram hver kostaði rannsóknina sem um ræðir.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira