Viðskipti erlent

Range Rover umhverfisvænni en Prius

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Þetta  ættu að vera gleðitíðindi fyrir íslenska auðkýfinga, sem eru upp til hópa hrifnir af stórum jeppum.
Þetta ættu að vera gleðitíðindi fyrir íslenska auðkýfinga, sem eru upp til hópa hrifnir af stórum jeppum.

Bensínsþambandi tryllitæki gætu verið umhverfisvænni en tvinnbílar,

samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn þar sem orkunotkun tengd hverjum

bíl, allt frá hönnun og framleiðsluferli til heildar rekstrartíma og

endurvinnslu er tekin með í reikninginn.

Þannig gætu margar jeppategundir sem umhverfisverndarsinnar agnúast

jafnan út í verið umhverfisvænni en til dæmis svokallaðir tvinnbílar.

Tvinnbílar nota bæði rafmagn og bensín og komast tvisvar til þrisvar

sinnum lengra á einum lítra af bensíni en margir bensínhákar. Þetta

kemur fram í danska blaðinu Jyllandsposten í dag.

Samkvæmt rannsókninni geta tæknilega einfaldir bílar sem eiga langan

líftíma í rekstri verið umhverfisvænni en afar háþróaðir bílar þar sem

þeir síðarnefndu eru svo orkufrekir í þróun, framleiðslu og

endurvinnslu, auk þess sem þeir þurfa meiri þjónustu og eiga sér

styttri líftíma.

Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er sú að lúxusjeppinn og

bensínsvelgurinn Range Rover Sport noti minni heildarorku á líftíma

sínum en til dæmis Toyota Prius tvinnbíll sem notið hefur mikilli

vinsælda hjá umhverfisverndarsinnum. Þá er Jeep Wrangler með V8

bensínvél sagður einn "grænasti bíllinn" í boði í dag.

Ekki kemur fram hver kostaði rannsóknina sem um ræðir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×