Þjóðverjanna ákaft saknað 1. september 2007 08:30 Thomas hefði orðið 25 ára í dag, 1. september. Myndin er tekin í 4.206 metra hæð í Alpafjöllunum, á tindi fjallsins Alphubel árið 2006. Thomas Grundt, annar Þjóðverjanna tveggja, sem týndust á Svínafellsjökli fyrir mánuði, hefði orðið 25 ára í dag. Móðir hans, Brigitte Glinke, er hér á landi ásamt eiginmanni sínum og hélt austur að Svínafellsjökli í gær, en snýr aftur til Þýskalands á morgun. Hún vill koma á framfæri einlægu þakklæti fjölskyldunnar til allra sem tóku þátt í leitinni, sem er ein sú umfangsmesta sem gerð hefur verið hér á landi. Barbara Hinz, móðir Mathiasar Hinz var einnig hér á landi í síðustu viku og hafði þá einnig komið á framfæri þökkum til leitarfólks. Ættingjar og vinir þeirra beggja fylgdust grannt með leitinni og þeirra er sárt saknað. Þeir hafa lengi verið góðir vinir og voru báðir þrautreyndir í fjallgöngum og ísklifri. Þeir komu til Íslands til að láta gamlan draum rætast, sem var að ganga á íslensk fjöll og jökla. Í minningarorðum, sem ættingjar þeirra beggja hafa sent frá sér, kemur fram að Mathias hafi verið lögreglumaður en Thomas fjarskiptarafeindafræðingur. „Mathias var áhugasamur um allt milli himins og jarðar,“ segja ættingjar hans í minningarorðum sínum um hann. „Helstu áhugamál hans í frítíma voru fjallgöngur og klifur og hafði hann því klifið mörg há fjöll og jökla. Draumur hans var að sjá og klífa íslensk fjöll.“ Mathias Hinz Mathias var 28 ára lögreglumaður og þrautreyndur fjallgöngumaður, rétt eins og vinur hans Thomas. Ættingjar Thomasar segja áhugamál hans hafa verið „fjallahjólreiðar, maraþon, fjallaklifur og ísklifur. Stærsta ósk hans var að stunda ísklifur á íslenskum jökli.“ Þeir komu til landsins 27. júlí og áttu pantað flugfar heim 17. ágúst. Fátt var vitað um ferðir þeirra en leit hófst 21. ágúst á Svínafellsjökli, þar sem tjöld þeirra fundust yfirgefin, og stóð í fimm daga. Aftur var hafin leit tveimur dögum síðar, en hún bar engan árangur. „Við óskum þess öll að þeir finni friðsæld í þessu fallega hvíta umhverfi. Við söknum hans ákaflega,“ segir fjölskylda Mathiasar. „Við óskum honum þess að hann finni hér frið og að við getum bráðum fengið hann heim,“ segja ættingjar og vinir Thomasar í minningarorðum sínum. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Thomas Grundt, annar Þjóðverjanna tveggja, sem týndust á Svínafellsjökli fyrir mánuði, hefði orðið 25 ára í dag. Móðir hans, Brigitte Glinke, er hér á landi ásamt eiginmanni sínum og hélt austur að Svínafellsjökli í gær, en snýr aftur til Þýskalands á morgun. Hún vill koma á framfæri einlægu þakklæti fjölskyldunnar til allra sem tóku þátt í leitinni, sem er ein sú umfangsmesta sem gerð hefur verið hér á landi. Barbara Hinz, móðir Mathiasar Hinz var einnig hér á landi í síðustu viku og hafði þá einnig komið á framfæri þökkum til leitarfólks. Ættingjar og vinir þeirra beggja fylgdust grannt með leitinni og þeirra er sárt saknað. Þeir hafa lengi verið góðir vinir og voru báðir þrautreyndir í fjallgöngum og ísklifri. Þeir komu til Íslands til að láta gamlan draum rætast, sem var að ganga á íslensk fjöll og jökla. Í minningarorðum, sem ættingjar þeirra beggja hafa sent frá sér, kemur fram að Mathias hafi verið lögreglumaður en Thomas fjarskiptarafeindafræðingur. „Mathias var áhugasamur um allt milli himins og jarðar,“ segja ættingjar hans í minningarorðum sínum um hann. „Helstu áhugamál hans í frítíma voru fjallgöngur og klifur og hafði hann því klifið mörg há fjöll og jökla. Draumur hans var að sjá og klífa íslensk fjöll.“ Mathias Hinz Mathias var 28 ára lögreglumaður og þrautreyndur fjallgöngumaður, rétt eins og vinur hans Thomas. Ættingjar Thomasar segja áhugamál hans hafa verið „fjallahjólreiðar, maraþon, fjallaklifur og ísklifur. Stærsta ósk hans var að stunda ísklifur á íslenskum jökli.“ Þeir komu til landsins 27. júlí og áttu pantað flugfar heim 17. ágúst. Fátt var vitað um ferðir þeirra en leit hófst 21. ágúst á Svínafellsjökli, þar sem tjöld þeirra fundust yfirgefin, og stóð í fimm daga. Aftur var hafin leit tveimur dögum síðar, en hún bar engan árangur. „Við óskum þess öll að þeir finni friðsæld í þessu fallega hvíta umhverfi. Við söknum hans ákaflega,“ segir fjölskylda Mathiasar. „Við óskum honum þess að hann finni hér frið og að við getum bráðum fengið hann heim,“ segja ættingjar og vinir Thomasar í minningarorðum sínum.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira