Lífið

Kommon strákar! Hvar er frumleikinn?

Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Stjórnarmenn 365 eru samstíga í bílakaupum.
Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Stjórnarmenn 365 eru samstíga í bílakaupum. MYND/HÖRÐUR

Stjórnarmenn 365, sem rekur meðal annars Vísi, fara troðnar slóðir þegar kemur að bílakaupum. Það kom berlega í ljós í dag þegar þeir mættu á stjórnarfund hjá fyrirtækinu í höfuðstöðvum þess í Skaftahlíðinni. Sjá mátti fimm Range Rover-bifreiðar, fjórar svartar og eina gráa, af flottustu gerð í röð við götuna og voru þar samankomnir bílar allra stjórnarmannanna fimm.

Ljóst má vera að bílaflotanum að stjórnarmennirnir fimm eru samstíga í sínum málum. Þannig hafa Árni Hauksson, Pálmi Haraldsson, Þorsteinn M. Jónsson og Magnús Ármann allir keypt sér svartan Range Rover Supercharged á þessu ári en slíkur bíl er um 400 hestöfl og kostar tæpar 16 milljónir. Til gamans má geta að Þorsteinn og Magnús keyptu sér eins bíl sama dag. Eini maðurinn sem sker sig eitthvað út er sjálfur stjórnarformaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann mætti á gráum tveggja ára gömlum Range Rover.

Ekki fékkst svar við því hvort sú staðreynd að allir stjórnarmennirnir hafi mætt á Range Rover á stjórnarfundinn í dag hafi verið meðvituð ákvörðun eða bara hrein tilviljun. Eitt er þó víst að þeir eru ekkert sérstaklega frumlegir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×