Hestaníðingur ekki ákærður fyrir barsmíðar 20. ágúst 2007 15:58 Dýralæknafélag Íslands lýsir furðu sinni og undrun á þeirri ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að ákæra ekki mann fyrir að slá hest ítrekað í haus og kvið með svipu. Athæfið náðist á myndband og var sýnt í fréttaskýringarþættinum Kompási í lok apríl.Maðurinn sem um ræðir er tamningarmaður og á myndbandinu sést hann lemja hest ítrekað í andlit og kvið. Atvikið átti sér stað við bæinn Vatnsenda í Kópavogi þann 15. apríl. Myndbandið tók vegfarandi sem ofbauð aðfarir tamningarmannsins og vöktu myndirnar mikið umtal fyrr á árinu.Héraðsdýralæknir Gullbringu- og kjósarsýslu kærði barsmíðarnar til lögreglunnar í byrjun maímánaðar þar sem hann taldi þær augljós brot á dýraverndunarlögum. Lögreglan hefur nú sent dýralækninum bréf þar sem segir að hún hafi komist þeirri niðurstöðu að ákæra ekki tamningarmanninn þar sem ólíklegt er talið að það leiði til sakfellingar.Sif Traustadóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir ákvörðun lögreglunnar vekja furðu meðal dýralækna. „Fólk er almennt mjög hneykslað á þeirri ákvörðun," segir Sif og vísar meðal annars til sönnunargagna í málinu og þess að vitað sé hver hafi verið þarna að verki.Sif segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem máli af þessu tagi sé vísað frá á þessum grundvelli. „Það hlýtur að vera einhvers staðar eitthvað ekki í lagi. Annaðhvort er lögreglan ekki að standa sig eða löggjöfin er eitthvað broguð, segir Sif.Flýta verði endurskoðun dýraverndunarlagaSif bendir á að ríkisstjórnin hafi þegar samþykkt að endurskoða dýraverndunarlöggjöfina. Sumarfundur Dýralæknafélags Ísland, sem haldinn var um helgina, hvetur umhverfisráðherra til að skipa strax í nefnd til að endurskoða lögin og segir Sif að sú krafa sé mjög skýr, ekki síst í ljósi ákvörðunar lögreglunnar.Hún bendir á að dýraverndunarmál heyri nú bæði undir landbúnaðar- og umhverfisráðuneyti en það sé mun betra að málaflokkurinn heyri undir eitt ráðuneyti. Í því sambandi samþykkti stjórn Dýralæknafélagsins um helgina ályktun þar sem fram kemur að dýralæknar vilja að í endurskoðuðum dýraverndarlögum verði tryggt að:1. Öll dýr skulu eiga kost á almennri heilbrigðisþjónustu og að þjáningar þeirra verði linaðar og/eða lífi þeirra bjargað innan tilskilins tíma nema óviðráðanlegar ástæður hamli, s.s. náttúruhamfarir, veður, óbyggðir og því um líkt.2. Að málaflokkurinn verði vistaður á stofnun þar sem dýralæknir fer með yfirumsjón dýraverndarmála og fagleg vinna varðandi mat á líðan dýra verði unnin af dýralækni og/eða dýraatferlisfræðingi frá viðurkenndum háskóla.3. Að ákæruvaldið geti ekki ákveðið að falla frá ákæru nema efnislegar ástæður liggir fyrir.„Í dag er enginn dýralæknir að mér vitandi starfandi hjá umhverfisráðuneytinu eða Umhverfisstofnun sem á að vera með umsjón með málaflokknum og það er ekki gott," segir Sif og leggur áherslu á að dýralæknar fái sinn fulltrúa í nefnd sem endurskoði dýraverndunarlögin. Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Dýralæknafélag Íslands lýsir furðu sinni og undrun á þeirri ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að ákæra ekki mann fyrir að slá hest ítrekað í haus og kvið með svipu. Athæfið náðist á myndband og var sýnt í fréttaskýringarþættinum Kompási í lok apríl.Maðurinn sem um ræðir er tamningarmaður og á myndbandinu sést hann lemja hest ítrekað í andlit og kvið. Atvikið átti sér stað við bæinn Vatnsenda í Kópavogi þann 15. apríl. Myndbandið tók vegfarandi sem ofbauð aðfarir tamningarmannsins og vöktu myndirnar mikið umtal fyrr á árinu.Héraðsdýralæknir Gullbringu- og kjósarsýslu kærði barsmíðarnar til lögreglunnar í byrjun maímánaðar þar sem hann taldi þær augljós brot á dýraverndunarlögum. Lögreglan hefur nú sent dýralækninum bréf þar sem segir að hún hafi komist þeirri niðurstöðu að ákæra ekki tamningarmanninn þar sem ólíklegt er talið að það leiði til sakfellingar.Sif Traustadóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir ákvörðun lögreglunnar vekja furðu meðal dýralækna. „Fólk er almennt mjög hneykslað á þeirri ákvörðun," segir Sif og vísar meðal annars til sönnunargagna í málinu og þess að vitað sé hver hafi verið þarna að verki.Sif segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem máli af þessu tagi sé vísað frá á þessum grundvelli. „Það hlýtur að vera einhvers staðar eitthvað ekki í lagi. Annaðhvort er lögreglan ekki að standa sig eða löggjöfin er eitthvað broguð, segir Sif.Flýta verði endurskoðun dýraverndunarlagaSif bendir á að ríkisstjórnin hafi þegar samþykkt að endurskoða dýraverndunarlöggjöfina. Sumarfundur Dýralæknafélags Ísland, sem haldinn var um helgina, hvetur umhverfisráðherra til að skipa strax í nefnd til að endurskoða lögin og segir Sif að sú krafa sé mjög skýr, ekki síst í ljósi ákvörðunar lögreglunnar.Hún bendir á að dýraverndunarmál heyri nú bæði undir landbúnaðar- og umhverfisráðuneyti en það sé mun betra að málaflokkurinn heyri undir eitt ráðuneyti. Í því sambandi samþykkti stjórn Dýralæknafélagsins um helgina ályktun þar sem fram kemur að dýralæknar vilja að í endurskoðuðum dýraverndarlögum verði tryggt að:1. Öll dýr skulu eiga kost á almennri heilbrigðisþjónustu og að þjáningar þeirra verði linaðar og/eða lífi þeirra bjargað innan tilskilins tíma nema óviðráðanlegar ástæður hamli, s.s. náttúruhamfarir, veður, óbyggðir og því um líkt.2. Að málaflokkurinn verði vistaður á stofnun þar sem dýralæknir fer með yfirumsjón dýraverndarmála og fagleg vinna varðandi mat á líðan dýra verði unnin af dýralækni og/eða dýraatferlisfræðingi frá viðurkenndum háskóla.3. Að ákæruvaldið geti ekki ákveðið að falla frá ákæru nema efnislegar ástæður liggir fyrir.„Í dag er enginn dýralæknir að mér vitandi starfandi hjá umhverfisráðuneytinu eða Umhverfisstofnun sem á að vera með umsjón með málaflokknum og það er ekki gott," segir Sif og leggur áherslu á að dýralæknar fái sinn fulltrúa í nefnd sem endurskoði dýraverndunarlögin.
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira