Innlent

Íslendingar eiga byssur til að vopna alla í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi

Byssur í eigu Íslendinga nægja til að vopna alla íbúa Garðabæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar. Ásókn Íslendinga í skotvopn hefur stóraukist að sögn lögreglu.

Íslendingar eiga yfir fimmtíu þúsund byssur en það samsvarar því að sex einstaklingar séu um hvert skotvopn.

Íslendingar eiga hartnær þrjátíu og eitt þúsund haglabyssur.

Rifflar í eigu Íslendingar eru nálega 17 þúsund og skammbyssur eru um fjórtán hundruð talsins hér á landi.



Snorri Sigurjónsson hjá Ríkislögreglustjóra telur að byssueign á Íslandi sé fráleitt minni en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Hann segir að byssueign færist í vöxt þótt engin sprenging hafi orðið í þeim efnum.

Helsta ástæða þess að Íslendingar eignist byssur í dag að sögn Snorra er til að stunda veiðar og íþróttaskotfimi auk þess sem ákveðinn hópur noti byssur í atvinnuskyni, t.d. bændur.



Tilefnislaust ofbeldi hefur aukist talsvert og Snorri segir að ekki sé ástæða til að ætla að notkun skotvopna aukist í árásum eins og gerst hefur í tvígang í sumar, fyrst í Hnífsdal í vor og svo á Sæbrautinni um síðustu helgi þar sem manni var ráðinn bani. Snorri segist vonast til þess að íslenskir lögreglumenn þurfi aldrei að bera skotvopn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×