Innlent

Tugir gætu átt von á ákærum frá Helga Rafni

Helgi Rafn Brynjarsson, sá sem sakaður var um hrottalegt morð á hundinum Lúkasi á spjallsíðum internetsins, hefur kært þá sem harðast gengu fram í hótunum þegar málið stóð sem hæst.

Nærri hundrað einstaklingar gætu átt von á ákærum fyrir meiðyrði, hótanir og önnur ummæli sem látin voru fjúka á netinu, flest í skjóli nafnleyndar. Eins og flestir vita reyndist hundurinn Lúkas sprelllifandi.

Oddur í Íslandi í dag hitti Helga Rafn og lögmann hans í bænum í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×