Innlent

Saving Iceland býður OR til opinna viðræðna um siðgæði fyrirtækisins

MYND/Gabriel Manrique

Í tilkynningu frá Saving Iceland segir að samtökin hafi óskað eftir því að fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur taki þátt í opnum umræðum við þau um siðgæði þess að selja orku til fyrirtækja sem stunda glæpsamlega iðju, eins og bæði Century-Rusal og Alcan-Rio Tinto gera.

25 mótmælendur frá Saving Iceland fóru í dag inn í höfuðstöðvar

Orkuveitu Reykjavíkur og hengdu upp borða sem á var letrað

"Vopnaveita Reykjavíkur". Borðinn var ekki hengdur upp á þaki hússins eins og til stóð vegna veðurs en mótmælendur stöldruðu við í húsinu í tæplega klukkustund. Saving Iceland hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur og beðið um heimild til þess að hengja upp umræddan borða utan á höfuðstöðvar Orkuveitunnar.

Í tilkynningunni segir að Páll Erland talsmaður Orkuveitunnar staðhæfi að Saving Iceland hafi verið boðið að hengja upp borðann inni í húsinu en talsmenn Saving Iceland segja það ekki rétt. "Borðinn bendir á þá staðreynd að fyrirtækið selur orku til aðila sem eru viðriðnir vopnaframleiðslu og alvarleg brot á mannréttindum, " segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×