Erlent

Danir greiða mest í skatt

Vera Einarsdóttir skrifar
Strikið í Kaupmannahöfn
Strikið í Kaupmannahöfn MYND/365

Launþegar í Danmörku borga mestan skatt miðað við önnur Evrópusambandslönd, eða 59 prósent. Þetta kemur fram í samantekt frá Evrópsku hagstofunni sem greint er frá í Jyllands-Posten í dag.

Skattprósentan er 2.4 prósentum hærri en í Svíþjóð þar sem hún er næsthæst. Meðalskattprósenta launa í Evrópusambandslöndunum er 38.7 prósent.

Klaus Munch Lendal, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins í Danmörku, segir þessa háu skattaprósentu vinna gegn því að lokka alþjóðleg fyrirtæki til landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×