Hrottafengið ofbeldi eykst gegn hommum Jón Örn Guðbjartsson skrifar 18. júní 2007 18:30 Hrottafengið ofbeldi gegn samkynhneigðum karlmönnum virðist fara vaxandi. Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir að í tvígang hafi verið reynt að myrða samkynhneigða einstaklinga á síðustu mánuðum, einungis vegna kynhneigðar þeirra. Á síðustu mánuðum hefur mátt merkja aukningu á ofbeldi í garð homma og þeirra sem taldir eru hommar, að sögn framkvæmdastjóra Samtakanna 78. Einnig hefur ofbeldi aukist gegn svokölluðum transgender einstaklingum. Að sögn Hrafnkels Tjörva Stefánssonar, framkvæmdastjóra samtakanna 78 átti eitt alvarlegasta brotið sér fyrir ári þegar 16 ára piltur stofnaði til kynna við samkynhneigðan mann á spjallrás á Netinu með það að markmiði að myrða viðkomandi. Í ársskýrslu Samtakana 78 kemur fram að pilturinn hafi fullyrt að hann hafi "langað að prófa að drepa mann" og hafi hann farið gagngert inn á spjallrás til að „veiða homma" þar sem hann taldi að þeir væru „auðveld bráð". Þessi tilefnislausa árás er fráleitt einsdæmi. Skráð tilvik um árásir gegn samkynhneigðum eru ekki það mörg að unnt sé að skoða málin í réttu tölfræðilegu samhengi. Hrafnkell segir hins vegar að nokkur dæmi séu um að ofbeldi gegn samkynhneigðum einstaklingum komi ekki fram í dagsljósið þar sem einhver hluti þolenda í slíkum ofbeldistilvikum hafi ekki kjark til að kæra. Hrafnkell segir augljóst að ekki þurfi endilega að fara saman réttur einstaklinga samkvæmt lögum og raunveruleg staða manna innan samfélagsins. Hann segir að í nágrannalöndum okkar hafi verið merkjanleg aukning á ofbeldi gegn samkynhneigðum þótt réttur þeirra þar hefði á sama tíma verið aukinn með lögum. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Hrottafengið ofbeldi gegn samkynhneigðum karlmönnum virðist fara vaxandi. Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir að í tvígang hafi verið reynt að myrða samkynhneigða einstaklinga á síðustu mánuðum, einungis vegna kynhneigðar þeirra. Á síðustu mánuðum hefur mátt merkja aukningu á ofbeldi í garð homma og þeirra sem taldir eru hommar, að sögn framkvæmdastjóra Samtakanna 78. Einnig hefur ofbeldi aukist gegn svokölluðum transgender einstaklingum. Að sögn Hrafnkels Tjörva Stefánssonar, framkvæmdastjóra samtakanna 78 átti eitt alvarlegasta brotið sér fyrir ári þegar 16 ára piltur stofnaði til kynna við samkynhneigðan mann á spjallrás á Netinu með það að markmiði að myrða viðkomandi. Í ársskýrslu Samtakana 78 kemur fram að pilturinn hafi fullyrt að hann hafi "langað að prófa að drepa mann" og hafi hann farið gagngert inn á spjallrás til að „veiða homma" þar sem hann taldi að þeir væru „auðveld bráð". Þessi tilefnislausa árás er fráleitt einsdæmi. Skráð tilvik um árásir gegn samkynhneigðum eru ekki það mörg að unnt sé að skoða málin í réttu tölfræðilegu samhengi. Hrafnkell segir hins vegar að nokkur dæmi séu um að ofbeldi gegn samkynhneigðum einstaklingum komi ekki fram í dagsljósið þar sem einhver hluti þolenda í slíkum ofbeldistilvikum hafi ekki kjark til að kæra. Hrafnkell segir augljóst að ekki þurfi endilega að fara saman réttur einstaklinga samkvæmt lögum og raunveruleg staða manna innan samfélagsins. Hann segir að í nágrannalöndum okkar hafi verið merkjanleg aukning á ofbeldi gegn samkynhneigðum þótt réttur þeirra þar hefði á sama tíma verið aukinn með lögum.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira