Erlent

Þrjár konur brenndar lifandi

Óli Tynes skrifar

Þrjár konur voru brenndar til bana í flóttamannabúðum í Úganda í síðustu viku. Þær höfðu verið sakaðar um galdra. Lögreglustjórinn í Kitgum héraði í Afríkuríkinu segir að mótorhjólaeigandi hafi orðið veikur af óþekktum sjúkdómi sem dró hann til dauða. Öldungaráð flóttamannabúðanna úrskurðaði að hann hefði verið drepinn með göldrum.

Þrjár konur voru sakaðar um að vera nornir. Mikill mannfjöldi réðst á þær og barði þær til óbóta áður en þær voru brenndar lifandi.

Galdratrú er algeng í löndum sunnan Sahara, og þaðan berast reglulega fréttir af galdrabrennum, eða aftökum með öðrum hætti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×