Framsóknarmenn geta sjálfum sér kennt um tapið 10. júní 2007 13:53 MYND/Stöð 2 Það er við framsóknarmenn sjálfa að sakast að flokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í vor, sagði Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjónarfundi á Grand-hóteli í dag. Hann sagði meðal annars Baugsmál, Íraksmál og einkavæðingarmál hafa reynst flokknum erfið á síðustu árum en að þau væru nú flest að baki.Guðni sagði enn fremur í ræðu sinni í dag að úrslitin í kosningunum í vor væru einhver þau verstu í sögu flokksins þrátt fyrir eitt lengsta hagsældartímabil í sögu þjóðarinnar. Úrslitunum yrðu framsóknarmenn að taka með ró og stillingu en þegar svona ósigrar skyllu á væri það innri samstaða flokksmanna sem hefði brostið. „Það sama gerðist í raun 1978, þótt ástæður þess ósigurs væru af allt öðrum toga. Sá kosningaósigur var í atkvæðahlutfalli jafn stór og nú, fylgið fór þá úr 25% í tæp 17%. Hins vegar sást best rúmu ári síðar hvað bilið er stutt á milli stórra atburða þegar Framsóknarflokkurinn vann einn stærsta kosningasigur sinn í haustkosningum 1979. Þannig geta kosningar snúist okkur í hag á undraskömmum tíma. Það er að miklu leyti undir okkur sjálfum komið, og stríðsgæfu, sem oft hefur verið okkur hliðholl í sögu Framsóknarflokksins," sagði Guðni.Aldrei aftur svo mikið tapGuðni benti enn fremur á að langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefði gefist félagshyggjuflokkum illa. Þetta væri jafnvel vegna þess að menn létu ekki reyna á með ágreiningi ef bryti á stórum málum í samstarfi þessara flokka.Guðni benti á að flokkurinn hefði tapað nær helmingi sinna þingmanna, farið úr 15 í átta, á þeim tólf árum sem flokkurinn hefði unnið með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. „Það er alltof stórt tap og óásættanlegt fyrir stjórnmálaflokk - það má aldrei gerast aftur," sagði Guðni. Sagði hann flokkinn þurfa að styrkjast og að það væri hans skoðun að flokkurinn ætti að vera ein af þremur sterku pólitísku súlunum í landinu, ásamt Sjálfstæðisflokki og stórum flokki til vinstri í pólitíkinni.Guðni velti fyrir sér hvað hefði mistekist á síðasta áratug og benti á að síðustu 4-5 ár hefðu verið erfið og smátt og smátt veikt flokkinn. Mikill uppgangur hefði verið í landinu á þessum tíma en reynt hefði á Framsóknarflokkinn í málum sem meira hefðu snúið að Sjálfstæðisflokknum, þar á meðal átökum Sjálfstæðisflokksins við Baug og málaferlin öll því tengd. Þá hefði fjölmiðlamálið einnig veikt stöðu flokksins og deilur um Íraksstríðið.„Það er heldur enginn vafi á því að þegar horft er til baka var það ásetningur sterkra afla, bæði í stjórnarandstöðu og þjóðfélaginu, að hamra á okkur og veikja Framsóknarflokkinn innan frá. Mikil óþreyja er áberandi í samfélaginu í dag og kröfugerð einstakra þjóðfélagshópa og stétta," sagði Guðni. Enn fremur hefði einkavæðing bankanna og ásakanir um svindl og svik í garð Framsóknarflokksins, sem ekki væru réttar, reynt á flokksmenn.Guðni ræddi einnig um nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sagði alltof lítið vitað um stefnu hennar. Hann óttaðist að báðir flokkarnir myndu nokkuð snúa sér á hægri hliðina. Þá sagði hann blikur á lofti í efnahagsmálum og mikilvægt væri að ná verðbólgu í landinu niður.Blikur á lofti í efnahagsmálumAð hans mati hefði ríkisstjórnin átt í upphafi ferils síns að bregðast nokkuð við óveðurskýjunum sem hrönnuðust upp því viðskiptahalli væri mikill, vextir og gengi hátt og það bitnaði bæði á fólki og fyrirtækjum. Það væri höfuðskylda ríkisstjórnarinnar að halda verðbólgunni niðri og „aðgerðir Seðlabankans duga skammt ef ríkisstjórnin ætlar í allt annað ferðalag með veislu í farangrinum," sagði Guðni og vill að verðtryggingin verði afnumin á næstu árum þar sem hún bitni á launafólki.Þjóðmálaafl á miðju með hjartalag á vinstri vængGuðni vék aftur að Framsóknarflokknum og sagðist vilja líta á hann sem þjóðmálaafl á miðju íslenskra stjórnmála með hjartalag yfir á vinstri væng. Flokkurinn hefði orðið fyrir miklu áfalli í kosningunum en nú ætti að stefna að því að gera hann að 25 prósenta flokki, með 15-20 prósenta fylgi í borginni og 25-35 prósent í landsbyggðarkjördæmunum.Flokksmenn þyrftu þá að vera sjálfir sér samkvæmir og ekki deila um stefnuna. Mikilvægt væri að efla starf ungs framsóknarfólks í flokknum og framsóknarkvenna og hlusta á grasrótina. „Við öll og áhöfnin verðum að vera samstíga um á hvaða mið skal róa og hásetarnir um borð verða að róa í takt við stefnuna sem þið markið, flokksmennirnir," sagði Guðni.Miðstjórnarfundurinn heldur áfram í dag með almennum stjórnmálaumræðum og um fjögurleyti verður svo valinn nýr varaformaður flokksins í stað Guðna. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ein gefið kost á sér í það embætti. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Það er við framsóknarmenn sjálfa að sakast að flokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í vor, sagði Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjónarfundi á Grand-hóteli í dag. Hann sagði meðal annars Baugsmál, Íraksmál og einkavæðingarmál hafa reynst flokknum erfið á síðustu árum en að þau væru nú flest að baki.Guðni sagði enn fremur í ræðu sinni í dag að úrslitin í kosningunum í vor væru einhver þau verstu í sögu flokksins þrátt fyrir eitt lengsta hagsældartímabil í sögu þjóðarinnar. Úrslitunum yrðu framsóknarmenn að taka með ró og stillingu en þegar svona ósigrar skyllu á væri það innri samstaða flokksmanna sem hefði brostið. „Það sama gerðist í raun 1978, þótt ástæður þess ósigurs væru af allt öðrum toga. Sá kosningaósigur var í atkvæðahlutfalli jafn stór og nú, fylgið fór þá úr 25% í tæp 17%. Hins vegar sást best rúmu ári síðar hvað bilið er stutt á milli stórra atburða þegar Framsóknarflokkurinn vann einn stærsta kosningasigur sinn í haustkosningum 1979. Þannig geta kosningar snúist okkur í hag á undraskömmum tíma. Það er að miklu leyti undir okkur sjálfum komið, og stríðsgæfu, sem oft hefur verið okkur hliðholl í sögu Framsóknarflokksins," sagði Guðni.Aldrei aftur svo mikið tapGuðni benti enn fremur á að langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefði gefist félagshyggjuflokkum illa. Þetta væri jafnvel vegna þess að menn létu ekki reyna á með ágreiningi ef bryti á stórum málum í samstarfi þessara flokka.Guðni benti á að flokkurinn hefði tapað nær helmingi sinna þingmanna, farið úr 15 í átta, á þeim tólf árum sem flokkurinn hefði unnið með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. „Það er alltof stórt tap og óásættanlegt fyrir stjórnmálaflokk - það má aldrei gerast aftur," sagði Guðni. Sagði hann flokkinn þurfa að styrkjast og að það væri hans skoðun að flokkurinn ætti að vera ein af þremur sterku pólitísku súlunum í landinu, ásamt Sjálfstæðisflokki og stórum flokki til vinstri í pólitíkinni.Guðni velti fyrir sér hvað hefði mistekist á síðasta áratug og benti á að síðustu 4-5 ár hefðu verið erfið og smátt og smátt veikt flokkinn. Mikill uppgangur hefði verið í landinu á þessum tíma en reynt hefði á Framsóknarflokkinn í málum sem meira hefðu snúið að Sjálfstæðisflokknum, þar á meðal átökum Sjálfstæðisflokksins við Baug og málaferlin öll því tengd. Þá hefði fjölmiðlamálið einnig veikt stöðu flokksins og deilur um Íraksstríðið.„Það er heldur enginn vafi á því að þegar horft er til baka var það ásetningur sterkra afla, bæði í stjórnarandstöðu og þjóðfélaginu, að hamra á okkur og veikja Framsóknarflokkinn innan frá. Mikil óþreyja er áberandi í samfélaginu í dag og kröfugerð einstakra þjóðfélagshópa og stétta," sagði Guðni. Enn fremur hefði einkavæðing bankanna og ásakanir um svindl og svik í garð Framsóknarflokksins, sem ekki væru réttar, reynt á flokksmenn.Guðni ræddi einnig um nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sagði alltof lítið vitað um stefnu hennar. Hann óttaðist að báðir flokkarnir myndu nokkuð snúa sér á hægri hliðina. Þá sagði hann blikur á lofti í efnahagsmálum og mikilvægt væri að ná verðbólgu í landinu niður.Blikur á lofti í efnahagsmálumAð hans mati hefði ríkisstjórnin átt í upphafi ferils síns að bregðast nokkuð við óveðurskýjunum sem hrönnuðust upp því viðskiptahalli væri mikill, vextir og gengi hátt og það bitnaði bæði á fólki og fyrirtækjum. Það væri höfuðskylda ríkisstjórnarinnar að halda verðbólgunni niðri og „aðgerðir Seðlabankans duga skammt ef ríkisstjórnin ætlar í allt annað ferðalag með veislu í farangrinum," sagði Guðni og vill að verðtryggingin verði afnumin á næstu árum þar sem hún bitni á launafólki.Þjóðmálaafl á miðju með hjartalag á vinstri vængGuðni vék aftur að Framsóknarflokknum og sagðist vilja líta á hann sem þjóðmálaafl á miðju íslenskra stjórnmála með hjartalag yfir á vinstri væng. Flokkurinn hefði orðið fyrir miklu áfalli í kosningunum en nú ætti að stefna að því að gera hann að 25 prósenta flokki, með 15-20 prósenta fylgi í borginni og 25-35 prósent í landsbyggðarkjördæmunum.Flokksmenn þyrftu þá að vera sjálfir sér samkvæmir og ekki deila um stefnuna. Mikilvægt væri að efla starf ungs framsóknarfólks í flokknum og framsóknarkvenna og hlusta á grasrótina. „Við öll og áhöfnin verðum að vera samstíga um á hvaða mið skal róa og hásetarnir um borð verða að róa í takt við stefnuna sem þið markið, flokksmennirnir," sagði Guðni.Miðstjórnarfundurinn heldur áfram í dag með almennum stjórnmálaumræðum og um fjögurleyti verður svo valinn nýr varaformaður flokksins í stað Guðna. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ein gefið kost á sér í það embætti.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira