Framsóknarmenn geta sjálfum sér kennt um tapið 10. júní 2007 13:53 MYND/Stöð 2 Það er við framsóknarmenn sjálfa að sakast að flokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í vor, sagði Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjónarfundi á Grand-hóteli í dag. Hann sagði meðal annars Baugsmál, Íraksmál og einkavæðingarmál hafa reynst flokknum erfið á síðustu árum en að þau væru nú flest að baki.Guðni sagði enn fremur í ræðu sinni í dag að úrslitin í kosningunum í vor væru einhver þau verstu í sögu flokksins þrátt fyrir eitt lengsta hagsældartímabil í sögu þjóðarinnar. Úrslitunum yrðu framsóknarmenn að taka með ró og stillingu en þegar svona ósigrar skyllu á væri það innri samstaða flokksmanna sem hefði brostið. „Það sama gerðist í raun 1978, þótt ástæður þess ósigurs væru af allt öðrum toga. Sá kosningaósigur var í atkvæðahlutfalli jafn stór og nú, fylgið fór þá úr 25% í tæp 17%. Hins vegar sást best rúmu ári síðar hvað bilið er stutt á milli stórra atburða þegar Framsóknarflokkurinn vann einn stærsta kosningasigur sinn í haustkosningum 1979. Þannig geta kosningar snúist okkur í hag á undraskömmum tíma. Það er að miklu leyti undir okkur sjálfum komið, og stríðsgæfu, sem oft hefur verið okkur hliðholl í sögu Framsóknarflokksins," sagði Guðni.Aldrei aftur svo mikið tapGuðni benti enn fremur á að langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefði gefist félagshyggjuflokkum illa. Þetta væri jafnvel vegna þess að menn létu ekki reyna á með ágreiningi ef bryti á stórum málum í samstarfi þessara flokka.Guðni benti á að flokkurinn hefði tapað nær helmingi sinna þingmanna, farið úr 15 í átta, á þeim tólf árum sem flokkurinn hefði unnið með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. „Það er alltof stórt tap og óásættanlegt fyrir stjórnmálaflokk - það má aldrei gerast aftur," sagði Guðni. Sagði hann flokkinn þurfa að styrkjast og að það væri hans skoðun að flokkurinn ætti að vera ein af þremur sterku pólitísku súlunum í landinu, ásamt Sjálfstæðisflokki og stórum flokki til vinstri í pólitíkinni.Guðni velti fyrir sér hvað hefði mistekist á síðasta áratug og benti á að síðustu 4-5 ár hefðu verið erfið og smátt og smátt veikt flokkinn. Mikill uppgangur hefði verið í landinu á þessum tíma en reynt hefði á Framsóknarflokkinn í málum sem meira hefðu snúið að Sjálfstæðisflokknum, þar á meðal átökum Sjálfstæðisflokksins við Baug og málaferlin öll því tengd. Þá hefði fjölmiðlamálið einnig veikt stöðu flokksins og deilur um Íraksstríðið.„Það er heldur enginn vafi á því að þegar horft er til baka var það ásetningur sterkra afla, bæði í stjórnarandstöðu og þjóðfélaginu, að hamra á okkur og veikja Framsóknarflokkinn innan frá. Mikil óþreyja er áberandi í samfélaginu í dag og kröfugerð einstakra þjóðfélagshópa og stétta," sagði Guðni. Enn fremur hefði einkavæðing bankanna og ásakanir um svindl og svik í garð Framsóknarflokksins, sem ekki væru réttar, reynt á flokksmenn.Guðni ræddi einnig um nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sagði alltof lítið vitað um stefnu hennar. Hann óttaðist að báðir flokkarnir myndu nokkuð snúa sér á hægri hliðina. Þá sagði hann blikur á lofti í efnahagsmálum og mikilvægt væri að ná verðbólgu í landinu niður.Blikur á lofti í efnahagsmálumAð hans mati hefði ríkisstjórnin átt í upphafi ferils síns að bregðast nokkuð við óveðurskýjunum sem hrönnuðust upp því viðskiptahalli væri mikill, vextir og gengi hátt og það bitnaði bæði á fólki og fyrirtækjum. Það væri höfuðskylda ríkisstjórnarinnar að halda verðbólgunni niðri og „aðgerðir Seðlabankans duga skammt ef ríkisstjórnin ætlar í allt annað ferðalag með veislu í farangrinum," sagði Guðni og vill að verðtryggingin verði afnumin á næstu árum þar sem hún bitni á launafólki.Þjóðmálaafl á miðju með hjartalag á vinstri vængGuðni vék aftur að Framsóknarflokknum og sagðist vilja líta á hann sem þjóðmálaafl á miðju íslenskra stjórnmála með hjartalag yfir á vinstri væng. Flokkurinn hefði orðið fyrir miklu áfalli í kosningunum en nú ætti að stefna að því að gera hann að 25 prósenta flokki, með 15-20 prósenta fylgi í borginni og 25-35 prósent í landsbyggðarkjördæmunum.Flokksmenn þyrftu þá að vera sjálfir sér samkvæmir og ekki deila um stefnuna. Mikilvægt væri að efla starf ungs framsóknarfólks í flokknum og framsóknarkvenna og hlusta á grasrótina. „Við öll og áhöfnin verðum að vera samstíga um á hvaða mið skal róa og hásetarnir um borð verða að róa í takt við stefnuna sem þið markið, flokksmennirnir," sagði Guðni.Miðstjórnarfundurinn heldur áfram í dag með almennum stjórnmálaumræðum og um fjögurleyti verður svo valinn nýr varaformaður flokksins í stað Guðna. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ein gefið kost á sér í það embætti. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Það er við framsóknarmenn sjálfa að sakast að flokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í vor, sagði Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjónarfundi á Grand-hóteli í dag. Hann sagði meðal annars Baugsmál, Íraksmál og einkavæðingarmál hafa reynst flokknum erfið á síðustu árum en að þau væru nú flest að baki.Guðni sagði enn fremur í ræðu sinni í dag að úrslitin í kosningunum í vor væru einhver þau verstu í sögu flokksins þrátt fyrir eitt lengsta hagsældartímabil í sögu þjóðarinnar. Úrslitunum yrðu framsóknarmenn að taka með ró og stillingu en þegar svona ósigrar skyllu á væri það innri samstaða flokksmanna sem hefði brostið. „Það sama gerðist í raun 1978, þótt ástæður þess ósigurs væru af allt öðrum toga. Sá kosningaósigur var í atkvæðahlutfalli jafn stór og nú, fylgið fór þá úr 25% í tæp 17%. Hins vegar sást best rúmu ári síðar hvað bilið er stutt á milli stórra atburða þegar Framsóknarflokkurinn vann einn stærsta kosningasigur sinn í haustkosningum 1979. Þannig geta kosningar snúist okkur í hag á undraskömmum tíma. Það er að miklu leyti undir okkur sjálfum komið, og stríðsgæfu, sem oft hefur verið okkur hliðholl í sögu Framsóknarflokksins," sagði Guðni.Aldrei aftur svo mikið tapGuðni benti enn fremur á að langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefði gefist félagshyggjuflokkum illa. Þetta væri jafnvel vegna þess að menn létu ekki reyna á með ágreiningi ef bryti á stórum málum í samstarfi þessara flokka.Guðni benti á að flokkurinn hefði tapað nær helmingi sinna þingmanna, farið úr 15 í átta, á þeim tólf árum sem flokkurinn hefði unnið með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. „Það er alltof stórt tap og óásættanlegt fyrir stjórnmálaflokk - það má aldrei gerast aftur," sagði Guðni. Sagði hann flokkinn þurfa að styrkjast og að það væri hans skoðun að flokkurinn ætti að vera ein af þremur sterku pólitísku súlunum í landinu, ásamt Sjálfstæðisflokki og stórum flokki til vinstri í pólitíkinni.Guðni velti fyrir sér hvað hefði mistekist á síðasta áratug og benti á að síðustu 4-5 ár hefðu verið erfið og smátt og smátt veikt flokkinn. Mikill uppgangur hefði verið í landinu á þessum tíma en reynt hefði á Framsóknarflokkinn í málum sem meira hefðu snúið að Sjálfstæðisflokknum, þar á meðal átökum Sjálfstæðisflokksins við Baug og málaferlin öll því tengd. Þá hefði fjölmiðlamálið einnig veikt stöðu flokksins og deilur um Íraksstríðið.„Það er heldur enginn vafi á því að þegar horft er til baka var það ásetningur sterkra afla, bæði í stjórnarandstöðu og þjóðfélaginu, að hamra á okkur og veikja Framsóknarflokkinn innan frá. Mikil óþreyja er áberandi í samfélaginu í dag og kröfugerð einstakra þjóðfélagshópa og stétta," sagði Guðni. Enn fremur hefði einkavæðing bankanna og ásakanir um svindl og svik í garð Framsóknarflokksins, sem ekki væru réttar, reynt á flokksmenn.Guðni ræddi einnig um nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sagði alltof lítið vitað um stefnu hennar. Hann óttaðist að báðir flokkarnir myndu nokkuð snúa sér á hægri hliðina. Þá sagði hann blikur á lofti í efnahagsmálum og mikilvægt væri að ná verðbólgu í landinu niður.Blikur á lofti í efnahagsmálumAð hans mati hefði ríkisstjórnin átt í upphafi ferils síns að bregðast nokkuð við óveðurskýjunum sem hrönnuðust upp því viðskiptahalli væri mikill, vextir og gengi hátt og það bitnaði bæði á fólki og fyrirtækjum. Það væri höfuðskylda ríkisstjórnarinnar að halda verðbólgunni niðri og „aðgerðir Seðlabankans duga skammt ef ríkisstjórnin ætlar í allt annað ferðalag með veislu í farangrinum," sagði Guðni og vill að verðtryggingin verði afnumin á næstu árum þar sem hún bitni á launafólki.Þjóðmálaafl á miðju með hjartalag á vinstri vængGuðni vék aftur að Framsóknarflokknum og sagðist vilja líta á hann sem þjóðmálaafl á miðju íslenskra stjórnmála með hjartalag yfir á vinstri væng. Flokkurinn hefði orðið fyrir miklu áfalli í kosningunum en nú ætti að stefna að því að gera hann að 25 prósenta flokki, með 15-20 prósenta fylgi í borginni og 25-35 prósent í landsbyggðarkjördæmunum.Flokksmenn þyrftu þá að vera sjálfir sér samkvæmir og ekki deila um stefnuna. Mikilvægt væri að efla starf ungs framsóknarfólks í flokknum og framsóknarkvenna og hlusta á grasrótina. „Við öll og áhöfnin verðum að vera samstíga um á hvaða mið skal róa og hásetarnir um borð verða að róa í takt við stefnuna sem þið markið, flokksmennirnir," sagði Guðni.Miðstjórnarfundurinn heldur áfram í dag með almennum stjórnmálaumræðum og um fjögurleyti verður svo valinn nýr varaformaður flokksins í stað Guðna. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ein gefið kost á sér í það embætti.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira