Framsóknarmenn geta sjálfum sér kennt um tapið 10. júní 2007 13:53 MYND/Stöð 2 Það er við framsóknarmenn sjálfa að sakast að flokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í vor, sagði Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjónarfundi á Grand-hóteli í dag. Hann sagði meðal annars Baugsmál, Íraksmál og einkavæðingarmál hafa reynst flokknum erfið á síðustu árum en að þau væru nú flest að baki.Guðni sagði enn fremur í ræðu sinni í dag að úrslitin í kosningunum í vor væru einhver þau verstu í sögu flokksins þrátt fyrir eitt lengsta hagsældartímabil í sögu þjóðarinnar. Úrslitunum yrðu framsóknarmenn að taka með ró og stillingu en þegar svona ósigrar skyllu á væri það innri samstaða flokksmanna sem hefði brostið. „Það sama gerðist í raun 1978, þótt ástæður þess ósigurs væru af allt öðrum toga. Sá kosningaósigur var í atkvæðahlutfalli jafn stór og nú, fylgið fór þá úr 25% í tæp 17%. Hins vegar sást best rúmu ári síðar hvað bilið er stutt á milli stórra atburða þegar Framsóknarflokkurinn vann einn stærsta kosningasigur sinn í haustkosningum 1979. Þannig geta kosningar snúist okkur í hag á undraskömmum tíma. Það er að miklu leyti undir okkur sjálfum komið, og stríðsgæfu, sem oft hefur verið okkur hliðholl í sögu Framsóknarflokksins," sagði Guðni.Aldrei aftur svo mikið tapGuðni benti enn fremur á að langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefði gefist félagshyggjuflokkum illa. Þetta væri jafnvel vegna þess að menn létu ekki reyna á með ágreiningi ef bryti á stórum málum í samstarfi þessara flokka.Guðni benti á að flokkurinn hefði tapað nær helmingi sinna þingmanna, farið úr 15 í átta, á þeim tólf árum sem flokkurinn hefði unnið með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. „Það er alltof stórt tap og óásættanlegt fyrir stjórnmálaflokk - það má aldrei gerast aftur," sagði Guðni. Sagði hann flokkinn þurfa að styrkjast og að það væri hans skoðun að flokkurinn ætti að vera ein af þremur sterku pólitísku súlunum í landinu, ásamt Sjálfstæðisflokki og stórum flokki til vinstri í pólitíkinni.Guðni velti fyrir sér hvað hefði mistekist á síðasta áratug og benti á að síðustu 4-5 ár hefðu verið erfið og smátt og smátt veikt flokkinn. Mikill uppgangur hefði verið í landinu á þessum tíma en reynt hefði á Framsóknarflokkinn í málum sem meira hefðu snúið að Sjálfstæðisflokknum, þar á meðal átökum Sjálfstæðisflokksins við Baug og málaferlin öll því tengd. Þá hefði fjölmiðlamálið einnig veikt stöðu flokksins og deilur um Íraksstríðið.„Það er heldur enginn vafi á því að þegar horft er til baka var það ásetningur sterkra afla, bæði í stjórnarandstöðu og þjóðfélaginu, að hamra á okkur og veikja Framsóknarflokkinn innan frá. Mikil óþreyja er áberandi í samfélaginu í dag og kröfugerð einstakra þjóðfélagshópa og stétta," sagði Guðni. Enn fremur hefði einkavæðing bankanna og ásakanir um svindl og svik í garð Framsóknarflokksins, sem ekki væru réttar, reynt á flokksmenn.Guðni ræddi einnig um nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sagði alltof lítið vitað um stefnu hennar. Hann óttaðist að báðir flokkarnir myndu nokkuð snúa sér á hægri hliðina. Þá sagði hann blikur á lofti í efnahagsmálum og mikilvægt væri að ná verðbólgu í landinu niður.Blikur á lofti í efnahagsmálumAð hans mati hefði ríkisstjórnin átt í upphafi ferils síns að bregðast nokkuð við óveðurskýjunum sem hrönnuðust upp því viðskiptahalli væri mikill, vextir og gengi hátt og það bitnaði bæði á fólki og fyrirtækjum. Það væri höfuðskylda ríkisstjórnarinnar að halda verðbólgunni niðri og „aðgerðir Seðlabankans duga skammt ef ríkisstjórnin ætlar í allt annað ferðalag með veislu í farangrinum," sagði Guðni og vill að verðtryggingin verði afnumin á næstu árum þar sem hún bitni á launafólki.Þjóðmálaafl á miðju með hjartalag á vinstri vængGuðni vék aftur að Framsóknarflokknum og sagðist vilja líta á hann sem þjóðmálaafl á miðju íslenskra stjórnmála með hjartalag yfir á vinstri væng. Flokkurinn hefði orðið fyrir miklu áfalli í kosningunum en nú ætti að stefna að því að gera hann að 25 prósenta flokki, með 15-20 prósenta fylgi í borginni og 25-35 prósent í landsbyggðarkjördæmunum.Flokksmenn þyrftu þá að vera sjálfir sér samkvæmir og ekki deila um stefnuna. Mikilvægt væri að efla starf ungs framsóknarfólks í flokknum og framsóknarkvenna og hlusta á grasrótina. „Við öll og áhöfnin verðum að vera samstíga um á hvaða mið skal róa og hásetarnir um borð verða að róa í takt við stefnuna sem þið markið, flokksmennirnir," sagði Guðni.Miðstjórnarfundurinn heldur áfram í dag með almennum stjórnmálaumræðum og um fjögurleyti verður svo valinn nýr varaformaður flokksins í stað Guðna. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ein gefið kost á sér í það embætti. Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Það er við framsóknarmenn sjálfa að sakast að flokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í vor, sagði Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjónarfundi á Grand-hóteli í dag. Hann sagði meðal annars Baugsmál, Íraksmál og einkavæðingarmál hafa reynst flokknum erfið á síðustu árum en að þau væru nú flest að baki.Guðni sagði enn fremur í ræðu sinni í dag að úrslitin í kosningunum í vor væru einhver þau verstu í sögu flokksins þrátt fyrir eitt lengsta hagsældartímabil í sögu þjóðarinnar. Úrslitunum yrðu framsóknarmenn að taka með ró og stillingu en þegar svona ósigrar skyllu á væri það innri samstaða flokksmanna sem hefði brostið. „Það sama gerðist í raun 1978, þótt ástæður þess ósigurs væru af allt öðrum toga. Sá kosningaósigur var í atkvæðahlutfalli jafn stór og nú, fylgið fór þá úr 25% í tæp 17%. Hins vegar sást best rúmu ári síðar hvað bilið er stutt á milli stórra atburða þegar Framsóknarflokkurinn vann einn stærsta kosningasigur sinn í haustkosningum 1979. Þannig geta kosningar snúist okkur í hag á undraskömmum tíma. Það er að miklu leyti undir okkur sjálfum komið, og stríðsgæfu, sem oft hefur verið okkur hliðholl í sögu Framsóknarflokksins," sagði Guðni.Aldrei aftur svo mikið tapGuðni benti enn fremur á að langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefði gefist félagshyggjuflokkum illa. Þetta væri jafnvel vegna þess að menn létu ekki reyna á með ágreiningi ef bryti á stórum málum í samstarfi þessara flokka.Guðni benti á að flokkurinn hefði tapað nær helmingi sinna þingmanna, farið úr 15 í átta, á þeim tólf árum sem flokkurinn hefði unnið með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. „Það er alltof stórt tap og óásættanlegt fyrir stjórnmálaflokk - það má aldrei gerast aftur," sagði Guðni. Sagði hann flokkinn þurfa að styrkjast og að það væri hans skoðun að flokkurinn ætti að vera ein af þremur sterku pólitísku súlunum í landinu, ásamt Sjálfstæðisflokki og stórum flokki til vinstri í pólitíkinni.Guðni velti fyrir sér hvað hefði mistekist á síðasta áratug og benti á að síðustu 4-5 ár hefðu verið erfið og smátt og smátt veikt flokkinn. Mikill uppgangur hefði verið í landinu á þessum tíma en reynt hefði á Framsóknarflokkinn í málum sem meira hefðu snúið að Sjálfstæðisflokknum, þar á meðal átökum Sjálfstæðisflokksins við Baug og málaferlin öll því tengd. Þá hefði fjölmiðlamálið einnig veikt stöðu flokksins og deilur um Íraksstríðið.„Það er heldur enginn vafi á því að þegar horft er til baka var það ásetningur sterkra afla, bæði í stjórnarandstöðu og þjóðfélaginu, að hamra á okkur og veikja Framsóknarflokkinn innan frá. Mikil óþreyja er áberandi í samfélaginu í dag og kröfugerð einstakra þjóðfélagshópa og stétta," sagði Guðni. Enn fremur hefði einkavæðing bankanna og ásakanir um svindl og svik í garð Framsóknarflokksins, sem ekki væru réttar, reynt á flokksmenn.Guðni ræddi einnig um nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sagði alltof lítið vitað um stefnu hennar. Hann óttaðist að báðir flokkarnir myndu nokkuð snúa sér á hægri hliðina. Þá sagði hann blikur á lofti í efnahagsmálum og mikilvægt væri að ná verðbólgu í landinu niður.Blikur á lofti í efnahagsmálumAð hans mati hefði ríkisstjórnin átt í upphafi ferils síns að bregðast nokkuð við óveðurskýjunum sem hrönnuðust upp því viðskiptahalli væri mikill, vextir og gengi hátt og það bitnaði bæði á fólki og fyrirtækjum. Það væri höfuðskylda ríkisstjórnarinnar að halda verðbólgunni niðri og „aðgerðir Seðlabankans duga skammt ef ríkisstjórnin ætlar í allt annað ferðalag með veislu í farangrinum," sagði Guðni og vill að verðtryggingin verði afnumin á næstu árum þar sem hún bitni á launafólki.Þjóðmálaafl á miðju með hjartalag á vinstri vængGuðni vék aftur að Framsóknarflokknum og sagðist vilja líta á hann sem þjóðmálaafl á miðju íslenskra stjórnmála með hjartalag yfir á vinstri væng. Flokkurinn hefði orðið fyrir miklu áfalli í kosningunum en nú ætti að stefna að því að gera hann að 25 prósenta flokki, með 15-20 prósenta fylgi í borginni og 25-35 prósent í landsbyggðarkjördæmunum.Flokksmenn þyrftu þá að vera sjálfir sér samkvæmir og ekki deila um stefnuna. Mikilvægt væri að efla starf ungs framsóknarfólks í flokknum og framsóknarkvenna og hlusta á grasrótina. „Við öll og áhöfnin verðum að vera samstíga um á hvaða mið skal róa og hásetarnir um borð verða að róa í takt við stefnuna sem þið markið, flokksmennirnir," sagði Guðni.Miðstjórnarfundurinn heldur áfram í dag með almennum stjórnmálaumræðum og um fjögurleyti verður svo valinn nýr varaformaður flokksins í stað Guðna. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ein gefið kost á sér í það embætti.
Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira