Tveggja barna móðir opnar sjávardýragarð á Ísafirði 9. júní 2007 08:00 Lísbet er skráð sem skemmtikraftur í símaskránni en segir það hafa verið gert í gríni. Mynd/Smári Karlsson „Ég er yfirleitt ólétt eða í fæðingarorlofi. Síðast þegar ég var í fæðingarorlofi var ég búin að ganga allar leiðir og sjá allt í bænum svo ég vildi breyta aðeins til,“ segir Lísbet Harðardóttir, 22 ára Ísfirðingur og tveggja barna móðir, sem hefur opnað lítinn sjávargarð á Ísafirði. Garðurinn, sem er í raun eitt 1800 lítra fiskabúr, er staðsettur utandyra í Neðsta kaupstað og hefur vakið mikla hrifningu bæjarbúa, ekki síst ungu kynslóðarinnar. Lísbet sótti fyrir nokkru um styrk til Ísafjarðarbæjar til að smíða sjávargarð, með sex fiskabúrum. Garðurinn átti að kosta eina og hálfa milljón en Lísbet fékk styrk upp á 300 þúsund. „Það dugði fyrir einu búri,“ segir Lísbet. „Það var fullt af fyrirtækjum sem ætluðu að hjálpa mér við smíðina en þau sviku mig svo ég varð að gera þetta sjálf.“ Lísbet stóð þó ekki ein í stórræðunum því vinur hennar smíðaði búrið og fyrirtækið Ispan gaf henni gler í það. „Svo veitti Muggi hafnarstjóri mér andlegan stuðning í sex til átta mánuði. Á lokasprettinum, þegar ég var komin með magasár af stressi, flugu pabbi minn og bróðir á Ísafjörð til að hjálpa mér við smíðina,“ segir Lísbet sjávardýragarðsstjóri, sem auk þess starfar hjá barnavernd Ísafjarðarbæjar. Í upphafi hafði Lísbet þorska, kola, skötusel og marhnút í búrinu. Einn þorskurinn var hins vegar svo grimmur að hún þurfti að losa sig við hann. „Þorskurinn var alltaf að bíta í Ágúst skötusel svo ég þurfti að losa mig við hann. Ágúst er hins vegar farinn á vit feðra sinna,“ segir Lísbet sem ætlar að bæta fleiri dýrum í sjávargarðinn. „Ég á eftir að fá fleiri dýr, svo sem ígulker og barbapabba, sem er eitthvað bleikt slím. Og svo er dálítið erfitt að verða sér úti um sæbjúga.“ Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Ég er yfirleitt ólétt eða í fæðingarorlofi. Síðast þegar ég var í fæðingarorlofi var ég búin að ganga allar leiðir og sjá allt í bænum svo ég vildi breyta aðeins til,“ segir Lísbet Harðardóttir, 22 ára Ísfirðingur og tveggja barna móðir, sem hefur opnað lítinn sjávargarð á Ísafirði. Garðurinn, sem er í raun eitt 1800 lítra fiskabúr, er staðsettur utandyra í Neðsta kaupstað og hefur vakið mikla hrifningu bæjarbúa, ekki síst ungu kynslóðarinnar. Lísbet sótti fyrir nokkru um styrk til Ísafjarðarbæjar til að smíða sjávargarð, með sex fiskabúrum. Garðurinn átti að kosta eina og hálfa milljón en Lísbet fékk styrk upp á 300 þúsund. „Það dugði fyrir einu búri,“ segir Lísbet. „Það var fullt af fyrirtækjum sem ætluðu að hjálpa mér við smíðina en þau sviku mig svo ég varð að gera þetta sjálf.“ Lísbet stóð þó ekki ein í stórræðunum því vinur hennar smíðaði búrið og fyrirtækið Ispan gaf henni gler í það. „Svo veitti Muggi hafnarstjóri mér andlegan stuðning í sex til átta mánuði. Á lokasprettinum, þegar ég var komin með magasár af stressi, flugu pabbi minn og bróðir á Ísafjörð til að hjálpa mér við smíðina,“ segir Lísbet sjávardýragarðsstjóri, sem auk þess starfar hjá barnavernd Ísafjarðarbæjar. Í upphafi hafði Lísbet þorska, kola, skötusel og marhnút í búrinu. Einn þorskurinn var hins vegar svo grimmur að hún þurfti að losa sig við hann. „Þorskurinn var alltaf að bíta í Ágúst skötusel svo ég þurfti að losa mig við hann. Ágúst er hins vegar farinn á vit feðra sinna,“ segir Lísbet sem ætlar að bæta fleiri dýrum í sjávargarðinn. „Ég á eftir að fá fleiri dýr, svo sem ígulker og barbapabba, sem er eitthvað bleikt slím. Og svo er dálítið erfitt að verða sér úti um sæbjúga.“
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira