Innlent

Landsmenn í hátíðarskapi

Landsmenn hafa verið í hátíðarskapi í dag. Víða var tekið forskot á sjómannadaginn og það var alþjóðlegur blær yfir bæjarlífinu í Hafnarfirði.

Hátíð hafsins er ein af stærstu hátíðum ársins í Reykjavík. Þúsundir manna lögðu leið sína á svæði gömlu hafnarinnar í Reykjavík, þar sem m.a. var boðið upp á ýmis leiktæki fyrir börnin. Boðið var upp á hvalaskoðun og dorgveiðikeppni og þá er búið að setja upp mikla ljósmyndasýningu á Miðbakka um 90 ára sögu hafnarinnar.

Hátíð hafsins heldur áfram á morgun, sjómannadaginn, sem haldinn verður hátíðlegur um allt land.

Í Vestmannaeyjum tóku menn forskot á sæluna og voru m.a. með róðrakeppni í dag. Fjöldi manns kom saman við höfnina til að fylgjast með í ágætu veðri.

Kópavogsbúar létu sitt ekki eftir liggja en þar eru nú haldnir Bryggjudagar í Kópavogshöfn. Þar er boðið upp á tónlistaratriði og skemmtisiglingar út á flóann. Hannirðir ýmis konar voru einnig til sýnis í dag ásamt fleiru.

En það var alþjóðlegur blær yfir bæjarlífinu í Hafnarfirði í dag. Þar kynnti fólk frá tugum landa menningu sína og sögu. Þar mátti sjá handverk frá fjölda landa, flutt var margvísleg tónlist og gleðja mátti bragðlaukana með sýnishornum af réttum héðan og þaðan í heiminum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×