Viðskipti innlent

Finnur og félagar eignast Frumherja

MYND/Vilhelm

Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar, stjórnarformanns Icelandair Group, og fleiri fjárfesta hefur keypt fyrirtækin Frumherja og Frumorku af Óskari Eyjólfssyni.

Frumherji er annað af aðalbílaskoðunarfyrirtækjum landsins og reyndi að kaupa hitt fyrirtækið, Aðalskoðun, fyrir skemmstu en Samkeppniseftirlitið ógilti þann samruna.

Frumherji og Frumorka skoða einnig skip og rafmagn, löggilda mælitæki, sjá um ökupróf og sinna notkunarmælingum á raforku og heitu og köldu vatni fyrir orkuveitur. Samanlagt starfa um 100 manns hjá félögunum á 30 stöðum um allt land.

Það var Glitnir sem hafði milligöngu um söluna og kynnti félögin fyrir fjórum aðilum. Þrjú tilboð bárust í þau og voru tveir aðilar valdir til að halda áfram. Þar varð eignarhaldsfélag Finns og félaga hlutskarpast. Nýr formaður stjórnar félaganna er Jafet S. Ólafsson.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×