Innlent

Sigrún ekki vanhæf

Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu olíufélagana þriggja, Kers, Olíuverslunar Íslands og Skeljungs þess efnis að skipaður dómari í máli félaganna gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu, víki sæti vegna vanhæfis.

Sigrún Guðmundsdóttir, héraðsdómari, má því dæma í málinu sem félögin hafa höfðað til að fá þá ákvörðun samkeppnisyfirvalda að dæma félögin í sektir fyrir ólöglegt samráð, fellda niður. Töldu félögin að Sigrún væri vanhæf í málinu vegna þess að hún hefði dæmt félögunum í óhag í nýlegum skaðabótamálum.

Hæstiréttur fellst ekki á röksemdarfærslu lögmanna félaganna og því þarf hún ekki að víkja sæti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×