Fyrrverandi ríkisskattstjóri gefur ríkisstjórn falleinkunn 10. maí 2007 19:34 Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni. Það vekur óneitanlega athygli þegar Indriði H Þorláksson sem um árabil var ríkisskattstjóri - lét af því starfi fyrir örfáum mánuðum - fer fram og tjáir sig um skattastefnu stjórnvalda. Ekki verður annað séð en að hún fái falleinkun hjá embættismanninum fyrrverandi. Hann blandar sér nú rétt fyrir kosningar í umræðu um hvort skattbyrði hafi aukist eða minnkað. Stefán Ólafsson, prófessor hefur haldið því fram að skattbyrðin hafi aukist og mest á tekjulægstu hópana. Í greinum sem Indriði birtir á bloggsíðu sinni staðfestir hann þetta og vísar til þess að tekjuskattur einstaklinga hafi hækkað - sem hlutfall af þjóðarkökunni á árinum 1990 til 2004. Innan OECD lækkaði þetta hlutfall. Tekjuskatturinn hefur einnig hækkað sem hlutfall af rauntekjum þegar litið er til síðustu 20 ára "Í ljósi framangreindra staðreynda er ekki um það að deila að skattar hafa hækkað hér á landi og skattbyrði aukist á síðustu tveimur áratugum," - skrifar Indriði. Stjórnvöld hafa borið því við að kaupmáttur hafi aukist mikið og til þess verði að horfa þegar skattbyrði er metin. Indriði gefur ekki mikið fyrir þau rök - og bendir á að einstaklingar sjái á eftir stærri hluta af kaupmætti tekna sinn til hins opinbera en áður var - sem þýði að skattbyrðin hefði aukist. Niðurstaðan er sú að menn hafi ekki staðið við að lækka skatta - segir Indriði: ".. boðaðar skattalækkanir með breytingum á skattalögum á undanförnum árum hafa ekki skilað sér. (..) Loforð um lækkun skattbyrði með breytingum á skattalögum eru í eðli sínu marklaus." Indriði blandar sér einnig í umræðuna um hvort skattbyrði hinna tekjulægri hafi aukist eða ekki. Segir hann að hækkuð skattbyrði hafi leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum hjá u.þ.b. fimmtungi tekjulægstu hjónanna. Hjá öðrum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist eða haldist lítt breyttur. Að lokum skrifar ríkisskattstjórinn fyrrverandi: "Sanngirni kemur fram í því að þeir sem háar tekjur hafa greiði hærra hlutfall þeirra í skatt en hinir tekjulægri. Þegar framangreindar tölur eru skoðaðar verður varla sagt að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu á síðustu árum stuðli að þessum markmiðum og að tekjuskattskerfið gæti jafnræðis og sanngirni." Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni. Það vekur óneitanlega athygli þegar Indriði H Þorláksson sem um árabil var ríkisskattstjóri - lét af því starfi fyrir örfáum mánuðum - fer fram og tjáir sig um skattastefnu stjórnvalda. Ekki verður annað séð en að hún fái falleinkun hjá embættismanninum fyrrverandi. Hann blandar sér nú rétt fyrir kosningar í umræðu um hvort skattbyrði hafi aukist eða minnkað. Stefán Ólafsson, prófessor hefur haldið því fram að skattbyrðin hafi aukist og mest á tekjulægstu hópana. Í greinum sem Indriði birtir á bloggsíðu sinni staðfestir hann þetta og vísar til þess að tekjuskattur einstaklinga hafi hækkað - sem hlutfall af þjóðarkökunni á árinum 1990 til 2004. Innan OECD lækkaði þetta hlutfall. Tekjuskatturinn hefur einnig hækkað sem hlutfall af rauntekjum þegar litið er til síðustu 20 ára "Í ljósi framangreindra staðreynda er ekki um það að deila að skattar hafa hækkað hér á landi og skattbyrði aukist á síðustu tveimur áratugum," - skrifar Indriði. Stjórnvöld hafa borið því við að kaupmáttur hafi aukist mikið og til þess verði að horfa þegar skattbyrði er metin. Indriði gefur ekki mikið fyrir þau rök - og bendir á að einstaklingar sjái á eftir stærri hluta af kaupmætti tekna sinn til hins opinbera en áður var - sem þýði að skattbyrðin hefði aukist. Niðurstaðan er sú að menn hafi ekki staðið við að lækka skatta - segir Indriði: ".. boðaðar skattalækkanir með breytingum á skattalögum á undanförnum árum hafa ekki skilað sér. (..) Loforð um lækkun skattbyrði með breytingum á skattalögum eru í eðli sínu marklaus." Indriði blandar sér einnig í umræðuna um hvort skattbyrði hinna tekjulægri hafi aukist eða ekki. Segir hann að hækkuð skattbyrði hafi leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum hjá u.þ.b. fimmtungi tekjulægstu hjónanna. Hjá öðrum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist eða haldist lítt breyttur. Að lokum skrifar ríkisskattstjórinn fyrrverandi: "Sanngirni kemur fram í því að þeir sem háar tekjur hafa greiði hærra hlutfall þeirra í skatt en hinir tekjulægri. Þegar framangreindar tölur eru skoðaðar verður varla sagt að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu á síðustu árum stuðli að þessum markmiðum og að tekjuskattskerfið gæti jafnræðis og sanngirni."
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira