Erlent

Sautján ára stúlka grýtt í hel

Óli Tynes skrifar

Sautján ára kúrdisk stúlka var grýtt í hel í Írak í síðasta mánuði fyrir að verða ástfangin af jafnaldra sínum af öðrum trúflokki. Mikill fjöldi karlmanna tók þátt í ódæðinu, sem ættingjar hennar áttu frumkvæði að. Lögreglumenn fylgdust með, en aðhöfðust ekkert. Myndir af morðinu hafa nú verið settar út á netið.

Dúa Khalil Aswad bjó í þorpi skammt frá Mosul í norðurhluta Íraks. Hún tilheyrir trúflokki sem kallast Yezidi, en varð ástfangin af pilti sem er súnní múslimi. Á myndbandinu má sjá að átta eða níu menn ráðast inn í hús þar sem Dúa hafði leitast hælis. Þeir draga hana út á götu og byrja að grýta hana. Fleiri karlmenn taka þátt, og láta grjóthnullunga dynja á stúlkunni.

Blóðug og grátandi reynir Dúa að forða sér, en kemst hvergi. Eftir um það bil hálftíma hnígur hún niður. Það er haldið áfram að grýta hana þartil hún deyr.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×