Innlent

Leggja ekki meira fé í Bakkavík

Bæjaryfirvöld í Bolungarvík munu ekki leggja meira hlutafé inn í fiskvinnslufyrirtækið Bakkavík, sem hefur sagt upp 48 starfsmönnum. Bolungarvíkurkaupstaður á talsverðan hlut í fyrirtækinu, en að sögn bæjarstjórans liggur lausnin ekki í auknu hlutafé, verðmætin í sjávarútvegi liggi í kvótanum og hann eigi fyrirtækið ekki.

Rækjuvinnslan Bakkavík er stærsti vinnuveitandinn í Bolungarvík, en rekstur landvinnslunnar hefur gengið erfiðlega undanfarið og eru nú aðeins tólf starfsmenn eftir af sextíu. Bakkvík seldi hlut sinn í útgerðarfélaginu Rekavík til að létta á skuldastöðunni, en það þýðir að enn meiri óvissa verður um hráefnisöflun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×