Viðskipti innlent

CCP hagnaðist um hálfan milljarð

Hilmar V. Pétursson, hjá CCP Stjórn félagsins hefur fengið heimild til að færa eigið fé og hlutafé í Bandaríkjadali.
Hilmar V. Pétursson, hjá CCP Stjórn félagsins hefur fengið heimild til að færa eigið fé og hlutafé í Bandaríkjadali.

CCP, sem framleiðir meðal annars netleikinn vinsæla EVE-Online, skilaði hálfum milljarði króna í hagnað á síðasta ári og nam velta félagsins rúmum 1,8 milljörðum króna.

Lítils háttar hagnaður varð af rekstri félagsins árið 2005 en þá var veltan 700 milljónir.

Stjórn félagsins var veitt heimild til að hefja undirbúning þess að færa eigið fé CCP í Bandaríkjadali og skrá hlutafé félagsins í sömu mynt. Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að þetta sé eðlilegt skref þar sem bókhald félagsins er í dölum. „Enda er fyrirtækið náttúrlega orðið alþjóðlegt fyrirtæki. Það flækir alla hluti að hafa þetta í krónum.“

Stjórnin var endurkjörin og verður Vilhjálmur Þorsteinsson áfram stjórnarformaður.

Hilmar segir að meðal stærstu verkefna sem liggi fyrir er vinna við annan tölvuleik, World of Darkness.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×