Fótbolti

Maradona er alkohólisti

Maradona leiðist ekki að skemmta sér.
Maradona leiðist ekki að skemmta sér. MYND/Getty
Goðsögnin Diego Armando Maradona er alkohólisti og þarf á stífri meðferð að halda. Þetta segir yfirlæknir sjúkrahússins sem fyrrum argentínski landsliðsfyrirliðinn hefur dvalið á síðustu 10 daga. Maradona mun líklega útskrifast af sjúkrahúsinu í vikunni eftir að hafa verið lagður inn vegna óhóflegrar áfengisdrykkju.

"Ef allt gengur vel mun hann fara héðan í vikunni," sagði Hector Pezzella, yfirlæknirinn á sjúkrahúsinu í Buenos Aires í Argentínu. Hinn 46 ára gamli fyrrum knattspyrnuhetja var lagður inn þann 28. mars sl. eftir að hafa þjáðst að vatnsskorti, tilkomnum vegna gríðarlegrar áfengisneyslu.

"Hans mikilvægasti dagur er sá dagur sem hann útskrifast héðan og framhaldið frá því. Maradona þarf að átta sig á því að hann þarf á hjálp að halda til að komast yfir drykkjuvandamál sín," segir Pezzella.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Maradona hlýtur læknishjálp vegna síns vafasama lífernis en hann er eiturlyfjafíkill og offitusjúklingur. Þá hefur hann átt við hjarta- og magavandamál að stríða frá því hann lagði skóna á hilluna fyrir rúmum áratug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×