Innlent

Stjórnarandstaðan er 13 prósentum yfir stjórnarflokkunum

Stjórnarflokkarnir tapa fylgi og mælast nú samanlagt með 43 prósent en stjórnarandstaðan með tæp 56 samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Morgunblaðið og RÚV. Innan við sjö prósentustigum munar á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, Samfylkingin stendur í stað en Vinstri grænir bæta enn við sig.

Framsóknarflokkur mælist með 8,5 prósent, bætir örlítið við sig frá síðustu könnun, Sjálfstæðisflokkur með 34,5, missir fylgi frá síðustu könnun, Frjálslyndir mælast með 6,4, aðeins meira en síðast, Samfylkingin stendur í stað með 21,7 og Vinstri grænir bæta verulega við sig og mælast með 27,7 prósent.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×