Frú Kolbeins klagar Smáralind fyrir klám 8. mars 2007 10:30 Forsíðan umdeilda. Doktor í fjölmiðlafræði hefur nú sent erindi til Umboðsmanna barna vegna hennar. „Undirrituð og eiginmaður hennar hafa sent Umboðsmanni barna erindi vegna forsíðunnar á fermingabæklingi Smáralindar," segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði og lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands á póstlista Femínistafélagsins. Og vill fá fram viðbrögð femínista við forsíðu bæklingsins. Á bloggsíðu sinni fer Guðbjörg Hildur svo afar hörðum orðum um forsíðuna: „Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum," segir doktor Guðbjörg og skilur ekki hvernig þeim sem stóðu að þessum bæklingi datt í hug að blanda saman táknum saklausrar barnæsku og stellingum úr klámmyndum. Útleggingar doktorsins á því hvað hún ímyndar sér að gerist í framhaldinu af þessari klámfengnu stellingu fermingarstúlku eru of dónalegar til að Fréttablaðið birti slíkt. En áhugasömum er bent á síðu Guðbjargar Hildar (kolbeins.blog.is). eva dögg Telur að þeir sem lesi einhvern sora út úr fermingarmyndinni hljóti að vera sjúkir. Markaðsstjóri Smáralindar er Eva Dögg Sigurgeirsdóttir og hún ber ábyrgð á bæklingnum sem er sá sjöundi sem Smáralind gefur út. Henni hafði verið bent á ummæli Guðbjargar Hildar í gær og var brugðið mjög. „Þetta kom mér verulega á óvart. Ég hef ekki hugmyndaflug í svona. Ég er farin að hafa af því áhyggjur hvert þetta þjóðfélag er að stefna. Þetta er fermingarbarn og hún sér bara einhvern sora út úr þessu. Það hlýtur að vera á hennar ábyrgð," segir Eva Dögg. Bæklingurinn er hannaður af Ennemm auglýsingastofu og Eva Dögg segist hafa séð svipaða mynd af Línu langsokki sem hún telur hönnuðinn vera að vísa til. Segir hina hreinu mey verða í einni svipan að klámmyndadrottningu. „Mér finnst hryggilegt að fólk skuli lesa svona nokkuð í þessa mynd. Veit bara hreinlega ekki hvað skal segja? Þetta er eitthvað sjúkt inni í hugarfylgsnum þeirra sem vilja lesa slíkt út úr mynd sem þessari." Guðbjörg Hildur segir í túlkun sinni á táknfræðinni sem hún sér búa að baki myndarinnar að þar sé blandað saman sakleysi barnæskunnar... "(stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning." Hún segir að slík notkun á táknum sé flestum fullorðnum vel kunnug og spyr hvort slík notkun á táknum sé viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum? Að sögn Evu Daggar eru engin áform uppi í Smáralind um að bregðast við umkvörtunum Guðbjargar Hildar Kolbeins á einn eða annan hátt. „Þetta er ekki svaravert," segir Eva Dögg. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
„Undirrituð og eiginmaður hennar hafa sent Umboðsmanni barna erindi vegna forsíðunnar á fermingabæklingi Smáralindar," segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði og lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands á póstlista Femínistafélagsins. Og vill fá fram viðbrögð femínista við forsíðu bæklingsins. Á bloggsíðu sinni fer Guðbjörg Hildur svo afar hörðum orðum um forsíðuna: „Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum," segir doktor Guðbjörg og skilur ekki hvernig þeim sem stóðu að þessum bæklingi datt í hug að blanda saman táknum saklausrar barnæsku og stellingum úr klámmyndum. Útleggingar doktorsins á því hvað hún ímyndar sér að gerist í framhaldinu af þessari klámfengnu stellingu fermingarstúlku eru of dónalegar til að Fréttablaðið birti slíkt. En áhugasömum er bent á síðu Guðbjargar Hildar (kolbeins.blog.is). eva dögg Telur að þeir sem lesi einhvern sora út úr fermingarmyndinni hljóti að vera sjúkir. Markaðsstjóri Smáralindar er Eva Dögg Sigurgeirsdóttir og hún ber ábyrgð á bæklingnum sem er sá sjöundi sem Smáralind gefur út. Henni hafði verið bent á ummæli Guðbjargar Hildar í gær og var brugðið mjög. „Þetta kom mér verulega á óvart. Ég hef ekki hugmyndaflug í svona. Ég er farin að hafa af því áhyggjur hvert þetta þjóðfélag er að stefna. Þetta er fermingarbarn og hún sér bara einhvern sora út úr þessu. Það hlýtur að vera á hennar ábyrgð," segir Eva Dögg. Bæklingurinn er hannaður af Ennemm auglýsingastofu og Eva Dögg segist hafa séð svipaða mynd af Línu langsokki sem hún telur hönnuðinn vera að vísa til. Segir hina hreinu mey verða í einni svipan að klámmyndadrottningu. „Mér finnst hryggilegt að fólk skuli lesa svona nokkuð í þessa mynd. Veit bara hreinlega ekki hvað skal segja? Þetta er eitthvað sjúkt inni í hugarfylgsnum þeirra sem vilja lesa slíkt út úr mynd sem þessari." Guðbjörg Hildur segir í túlkun sinni á táknfræðinni sem hún sér búa að baki myndarinnar að þar sé blandað saman sakleysi barnæskunnar... "(stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning." Hún segir að slík notkun á táknum sé flestum fullorðnum vel kunnug og spyr hvort slík notkun á táknum sé viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum? Að sögn Evu Daggar eru engin áform uppi í Smáralind um að bregðast við umkvörtunum Guðbjargar Hildar Kolbeins á einn eða annan hátt. „Þetta er ekki svaravert," segir Eva Dögg.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira