Innlent

Lykilorð bloggara birt á síðum þeirra

Lykilorð sumra notenda á mbl.is blogginu voru birt á vefsíðum þeirra í morgun.
Lykilorð sumra notenda á mbl.is blogginu voru birt á vefsíðum þeirra í morgun. MYND/Valgarður

Lykilorð sumra bloggara á mbl.is voru birt í skamma stund á bloggsíðum þeirra nú í morgun. Um mikil mistök er að ræða því þeir sem sáu lykilorðin hefðu getað skrifað þau niður, farið inn á bloggsíðu viðkomandi og breytt henni.

Starfsmaður mbl bloggsins sagði í samtali við Vísi að lykilorðin hefðu birst á meðan verið var að uppfæra hugbúnað á netþjónum bloggþjónustunnar. Lykilorðið var að finna neðst á síðum notenda. Hann sagði einnig að þetta hefði ekki komið fyrir hjá öllum notendum og að þeim notendum sem þetta kom fyrir hjá hefði verið bent á að breyta lykilorði sínu hið fyrsta.

Steingrími Sævarr Ólafssyni, bloggara á mbl.is, var bent á þetta af tveimur lesendum sínum í morgun. Í framhaldi af því skrifaði hann um atvikið á bloggsíðuna sína, sem má finna hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×