Viðskipti innlent

Minnstu olíufélögin sjá um skip ríkisins

Tvö minnstu olíufélögin Atlantsolía í Hafnarfirði og Íslensk olíumiðlun í Neskaupstað voru hlutskörpust í útboði ríkisins á olíu til varðskipa og hafrannsóknaskipa og hefur ríkið samið við þau.

Atlantsolía annast afgreiðslu til þessara skipa í Faxaflóahöfnum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem félagið fær tækifæri til að taka þátt í útboði hjá ríkinu, og er þess skemmst að minnast að ríkið endurnýjaði samninga um bensínkaup á bílaflota ríkisins við gömlu olíufélögin í fyrra, án útboðs.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×