Erlent

Hinn fullkomni glæpur ?

Ástralska lögreglan er ekki alveg viss um hvernig hún á að orða ákæru á hendur fyrirtækis sem auglýsti svæsnar klámspólur, í dagblaði þar í landi. Verðið á þessum spólum var töluvert lægra en annarsstaðar, og því sendu margir pöntun og ávísun í pósti, eins og fyrir var lagt. Nokkrum vikum síðar barst svo bréf þar sem sagt var að samkvæmt núgildandi lögum væri ólöglegt að selja þessar spólur.

Fyrirtækið vildi ekki fá á sig kæru og því var ekki hægt að afgreiða pöntunina. Fyrirtækið endurgreiddi hinsvegar kaupverðið með eigin ávísun. Það var þó lítið um að þessar ávísanir væru innleystar. Af einhverjum ástæðum veigraði fólk sér við að fara í bankann með ávísun sem var merkt, STÓRUM stöfum: "Endaþarmsmaka og öfuguggafélagið



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×