Andri Snær Magnason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka fyrir Draumalandið, og Ólafur Jóhann Ólafsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Aldingarðinn. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin á Bessastöðum síðdegis.
Eftirtaldar bækur voru tilnefndar í flokki vísindarita og rita almenns efnis:
Andri Snær Magnason: Draumalandið
Björn Hróarsson: Íslenskir hellar
Guðni Th Jóhannesson: Óvinir ríkisins
Halldór Guðmundsson: Skáldalíf
Þórunn Erlu Valdimarsdóttir: Upp á sigurhæðir
Í flokki fagurbókmennta voru tilnefndar:
Auður Jónsdóttir: Tryggðarpantur
Bragi Ólafsson: Sendiherrann
Hannes Pétursson: Fyrir kvölddyrum
Ingunn Snædal: Guðlausir menn - hugleiðingar um jökulvatn og ást
Ólafur Jóhann Ólafsson: Aldingarðurinn
Í dómnefnd sátu Stefán Baldursson, Sigríður Þorgeirsdóttir og Kristján Kristjánsson.
//