Innlent

Vilja hafa eitthvað um Vatnajökulsþjóðgarð að segja

Vatnajökull.
Vatnajökull. MYND/Stöð 2

Samtök útivistarfélaga gera alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Samtökin fagna hugmyndum um stofnun þjóðgarðsins en telja útfærslu á þeim ábótavant. Ekkert samráð hafi verið haft við félög útivistarfólks við gerð frumvarpsins og reglur sem lúta að umferð um svæðið séu óljósar.

Samtökin telja að markmiðum frumvarpsins verði ekki náð nema í góðri sátt við útivistarfólk og beinni aðkomu fulltrúa þeirra að ákvörðunum sem lúta að ferðamennsku á svæðinu.

Samtök útivistarfélaga eru samtök sextán útivistarfélaga og er meðlimir þeirra um þrjátíu þúsund. Á meðal félaga eru Ferðafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta og Ferðaklúbburinn 4x4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×