Ísraelsmenn ráðgera kjarnavopnaárás gegn Íran 7. janúar 2007 01:53 F-16I orrustuvél Ísraelshers á flugi Ísraelsmenn hafi gert leynilega áætlun um að gera árásir með kjarnavopnum á staði í Íran, þar sem úran er auðgað, að því er segir í grein breska blaðsins Sunday Times í dag. Tvær orrustuflugsveitir Ísraelshers æfa nú árásir á kjarnorkuúrvinnslustöð í Íran með aflminni kjarnorkusprengjum, svonefndum "bunker-busters" að því er blaðið hefur eftir nokkrum heimildum innan Ísraelshers. Þetta yrði fyrsta árásin þar sem kjarnavopn eru notuð síðan 1945, þegar Bandaríkjamenn sprengdu japönsku borgarinar Hiroshima og Nagasaki. Sprengjur Ísraelsmanna hefðu hver um sig 1/15 af eyðileggingarmætti Hiroshima-sprengjunnar. Samkvæmt áætlun Ísraelsmanna yrðu hefbundnar leysi-stýrðar sprengjur notaðar til að opna "göng" að skotmörkunum. Dverg-kjarnasprengjum ("Mini-nukes") yrði síðan strax í kjölfarið skotið inní framleiðsluver Írana í Natanz, þar sem þær spryngju langt neðanjarðar til að minnka hættu á geislavirkni á svæðinu. Talið er að framleiðsluverið sé jafnvel tugi metra neðanjarðar undir steinsteypu og klöpp. Um leið og græna ljósið er gefið verður farinn einn leiðangur og gerð ein árás, sem ræður niðurlögum írönsku kjarnorkuáælunarinnar. Það mat leyniþjónustu Ísraelsmanna, Mossad, að Íranir séu við það að framleiða nægilegt auðgað úran til að geta smiðað kjarnavopn innan tveggja ára hafa meðal annars ýtt undir þessa áætlanagerð hersins. Kjarnavopn yrðu þó aðeins notuð, að sögn Sunday Times, ef hefðbundin vopn yrðu ekki talin duga og ef Bandaríkin neituðu að skerast í leikinn. Bandarískir og ísraelskir stjórnarfulltrúar hafa hist nokkrum sinnum til að ræða hugsanlegar hernaðaraðgerðir. Hernaðarsérfræðingar segja að með því að skýra frá áætlanagerðinni núna, gætu Ísraelsmenn verið að þrýsta á Írani að hætta auðgun úrans, eggja Bandaríkjamenn til átaka eða mýkja upp almenningsálit alþjóðasamfélagsins fyrir hugsanlega árás. Heimildir Sunday Times nærri Pentagon, varnarmálaráðuneytinu, segja afar ósennilegt að Bandaríkjamenn myndu samþykkja notkun kjarnavopna. Robert Gates, nýi varnarmálaráðherrann, hefur sagt að hervaldi verði ekki beitt nema sem síðasta kosti í stöðunni, og Ísraelsmenn hafa dregið þá ályktun að það sé þeirra sjálfra að taka ákvörðun um árás. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Götum lokað í miðborginni vegna aðgerðar sérsveitar Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Ísraelsmenn hafi gert leynilega áætlun um að gera árásir með kjarnavopnum á staði í Íran, þar sem úran er auðgað, að því er segir í grein breska blaðsins Sunday Times í dag. Tvær orrustuflugsveitir Ísraelshers æfa nú árásir á kjarnorkuúrvinnslustöð í Íran með aflminni kjarnorkusprengjum, svonefndum "bunker-busters" að því er blaðið hefur eftir nokkrum heimildum innan Ísraelshers. Þetta yrði fyrsta árásin þar sem kjarnavopn eru notuð síðan 1945, þegar Bandaríkjamenn sprengdu japönsku borgarinar Hiroshima og Nagasaki. Sprengjur Ísraelsmanna hefðu hver um sig 1/15 af eyðileggingarmætti Hiroshima-sprengjunnar. Samkvæmt áætlun Ísraelsmanna yrðu hefbundnar leysi-stýrðar sprengjur notaðar til að opna "göng" að skotmörkunum. Dverg-kjarnasprengjum ("Mini-nukes") yrði síðan strax í kjölfarið skotið inní framleiðsluver Írana í Natanz, þar sem þær spryngju langt neðanjarðar til að minnka hættu á geislavirkni á svæðinu. Talið er að framleiðsluverið sé jafnvel tugi metra neðanjarðar undir steinsteypu og klöpp. Um leið og græna ljósið er gefið verður farinn einn leiðangur og gerð ein árás, sem ræður niðurlögum írönsku kjarnorkuáælunarinnar. Það mat leyniþjónustu Ísraelsmanna, Mossad, að Íranir séu við það að framleiða nægilegt auðgað úran til að geta smiðað kjarnavopn innan tveggja ára hafa meðal annars ýtt undir þessa áætlanagerð hersins. Kjarnavopn yrðu þó aðeins notuð, að sögn Sunday Times, ef hefðbundin vopn yrðu ekki talin duga og ef Bandaríkin neituðu að skerast í leikinn. Bandarískir og ísraelskir stjórnarfulltrúar hafa hist nokkrum sinnum til að ræða hugsanlegar hernaðaraðgerðir. Hernaðarsérfræðingar segja að með því að skýra frá áætlanagerðinni núna, gætu Ísraelsmenn verið að þrýsta á Írani að hætta auðgun úrans, eggja Bandaríkjamenn til átaka eða mýkja upp almenningsálit alþjóðasamfélagsins fyrir hugsanlega árás. Heimildir Sunday Times nærri Pentagon, varnarmálaráðuneytinu, segja afar ósennilegt að Bandaríkjamenn myndu samþykkja notkun kjarnavopna. Robert Gates, nýi varnarmálaráðherrann, hefur sagt að hervaldi verði ekki beitt nema sem síðasta kosti í stöðunni, og Ísraelsmenn hafa dregið þá ályktun að það sé þeirra sjálfra að taka ákvörðun um árás.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Götum lokað í miðborginni vegna aðgerðar sérsveitar Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira