Nýr íslenskur risi á orkumarkaði 5. janúar 2007 18:30 Nýr íslenskur orkurisi varð til í dag þegar þegar tveir af öflugustu fjárfestum og stærsta verkfræðistofa landsins stofnuðu alþjóðlegt fyrirtæki á sviði grænnrar orkuframleiðslu. Fyrirtækið ætlar að ráðst í verkefni víðs vegar um heim og er áætlað að fjárfesta fyrir allt að sjötíu milljarða íslenskra króna. Stofnendur fyrirtækisins, sem heitir Geysir Green Energy, eru FL Group, Glitnir og VGK Hönnun, sem varð nýlega til með sameiningu verkfræðistofanna VGK og Hönnunar og er stærsta verkfræðistofa landsins með um 250 starfsmenn. Fyrirtækið stefnir að því að verða leiðandi á sviði grænnrar orkuframleiðslu í heiminum. Í upphafi leggja fjárfestar 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um sjö milljarða króna til fyrirtækisins. FL Group verður leiðandi hluthafi en auk Glitnis og VGK Hönnunar er gert ráð fyrir sölu hlutabréfa bæði innanlands og utan á næstu vikum og mánuðum. Forstjóri fyrirtækisins verður Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og staðgengill forstjórans þar. Í fyrirtækinu kemur því saman mikil reynsla á sviði alþjóðlegra fjárfestinga, hönnunar og orkuframleiðslu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að Geysir Green Energy sjái verkefnin einna helst í Evrópu, Norður og Suður Ameríku og á mörgum stöðum í Asíu. Í þessum heimshlutum sé mikil þörf fyrir orku. "Þar er víða mikil þörf fyrir umhverfisvæna, græna orku til að minnka mengun," segir Ásgeir. Geysir Green Energy horfir m.a. til Indónesíu sem er mesta jarðhitaland í heimi og nánast til alls heimsins þar sem finna má jarðvarma.Þá leggur Glitnir hlut sinn í Enex Kína inn í Geysi og þar eru mikil verkefni framundan. Í austur Evrópu er víða mjög mengandi orkuiðnaður og þar hljóta verkefnin því að vera óþrjótandi? "Já, ég held að þau séu nánast ótæmandi. Þð er mikil þörf fyrir að minnka brennslu á olíu, gasi og kolum til húshitunar, svo dæmi sé tekið. Verð á þessari orku fer mjög vaxandi, hækkandi. Það hafa nýlega verið fréttir um verð á gasi frá Rússlandi og hækkun á því. Það ýtir undir þróun á jarðhitanotkun til húshitunar verulega," segir Ásgeir. Í tilkynningu frá Geysi segir að áætlað sé að orkuþörf jarðarbúa muni tvöfaldast á næstu fimmtíu árum og að hlutfall sjálfbærrar orkuframleiðslu muni aukast á kostnað hefðbundnari orkugjafa. Og Íslendingar standa vel hvað varðar þekkingu á þessu sviði. "Já við erum algerlega á toppnum hvað varðar hitaveituvæðingu og nýtingu á jarðvarma til húshitunar. Við erum öðrum framar í því og þar að auki höfum við mjög góða stöðu í samfélagi þjóðanna. Við eigum ekki óvini og okkur er vel tekið - ekki síst á þessu sviði," segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Nýr íslenskur orkurisi varð til í dag þegar þegar tveir af öflugustu fjárfestum og stærsta verkfræðistofa landsins stofnuðu alþjóðlegt fyrirtæki á sviði grænnrar orkuframleiðslu. Fyrirtækið ætlar að ráðst í verkefni víðs vegar um heim og er áætlað að fjárfesta fyrir allt að sjötíu milljarða íslenskra króna. Stofnendur fyrirtækisins, sem heitir Geysir Green Energy, eru FL Group, Glitnir og VGK Hönnun, sem varð nýlega til með sameiningu verkfræðistofanna VGK og Hönnunar og er stærsta verkfræðistofa landsins með um 250 starfsmenn. Fyrirtækið stefnir að því að verða leiðandi á sviði grænnrar orkuframleiðslu í heiminum. Í upphafi leggja fjárfestar 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um sjö milljarða króna til fyrirtækisins. FL Group verður leiðandi hluthafi en auk Glitnis og VGK Hönnunar er gert ráð fyrir sölu hlutabréfa bæði innanlands og utan á næstu vikum og mánuðum. Forstjóri fyrirtækisins verður Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og staðgengill forstjórans þar. Í fyrirtækinu kemur því saman mikil reynsla á sviði alþjóðlegra fjárfestinga, hönnunar og orkuframleiðslu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að Geysir Green Energy sjái verkefnin einna helst í Evrópu, Norður og Suður Ameríku og á mörgum stöðum í Asíu. Í þessum heimshlutum sé mikil þörf fyrir orku. "Þar er víða mikil þörf fyrir umhverfisvæna, græna orku til að minnka mengun," segir Ásgeir. Geysir Green Energy horfir m.a. til Indónesíu sem er mesta jarðhitaland í heimi og nánast til alls heimsins þar sem finna má jarðvarma.Þá leggur Glitnir hlut sinn í Enex Kína inn í Geysi og þar eru mikil verkefni framundan. Í austur Evrópu er víða mjög mengandi orkuiðnaður og þar hljóta verkefnin því að vera óþrjótandi? "Já, ég held að þau séu nánast ótæmandi. Þð er mikil þörf fyrir að minnka brennslu á olíu, gasi og kolum til húshitunar, svo dæmi sé tekið. Verð á þessari orku fer mjög vaxandi, hækkandi. Það hafa nýlega verið fréttir um verð á gasi frá Rússlandi og hækkun á því. Það ýtir undir þróun á jarðhitanotkun til húshitunar verulega," segir Ásgeir. Í tilkynningu frá Geysi segir að áætlað sé að orkuþörf jarðarbúa muni tvöfaldast á næstu fimmtíu árum og að hlutfall sjálfbærrar orkuframleiðslu muni aukast á kostnað hefðbundnari orkugjafa. Og Íslendingar standa vel hvað varðar þekkingu á þessu sviði. "Já við erum algerlega á toppnum hvað varðar hitaveituvæðingu og nýtingu á jarðvarma til húshitunar. Við erum öðrum framar í því og þar að auki höfum við mjög góða stöðu í samfélagi þjóðanna. Við eigum ekki óvini og okkur er vel tekið - ekki síst á þessu sviði," segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira