Hugleiðing um ástundun pólitísks hórdóms 28. desember 2006 06:00 Þegar þingmaður misstígur sig í þrepum eigin sannfæringar svo illa að hann treystir sér ekki lengur til að vinna af heilindum fyrir sína kjósendur – sem með atkvæði sínu lögðu allt traust sitt á skoðanir hans og stefnu, enda voru þær í fullu samræmi við þann flokk sem hann bauð sig fram til að vinna með – þá á hann eðlilega að boða til fundar með kjósendum sínum og gera þeim grein fyrir sínum andlega krankleika í þeirra garð og draga sig í hlé, fara í andlegt orlof frá þingstörfum á meðan það stæði yfir þá kæmi varamaður hans inn á þing tímabundið. Verði þingmaðurinn hins vegar ekki fær um það til frambúðar að sinna kjósendum sínum (með eðlilegum frávikum) á þeim forsendum sem þeir kusu hann til, þá segi hann af sér, og varamaður kemur inn, við þær aðstæður er enginn svikinn. Missi hins vegar þingmaðurinn siðferðið niður um sig og óski að svíkja kjósendur sína og stunda pólitískan hórdóm, þá er honum tekið fagnandi við inngönguna í annan flokk á miðju kjörtímabili. Það segir líka eitthvað um þá sem farið er yfir til. Eftir stendur stóra spurningin: Hafa sitjandi þingmenn undangenginna áratuga ekki girt fyrir þann möguleika að sérhver þingmaður geti að vild ráðskast með valdahlutföllin á þingi eftir að löglegar kosningar hafa farið fram og ríkisstjórn verið mynduð? Er kosning til alþingis þá bara bráðabirgða niðurstaða þar til einhver hinna sextíu og þriggja sem kjörinn var, bugast af siðblindu og kýs að hrækja framan í kjósendur sína og ganga í lið með þeim sem veikleikinn dregur þá til? Jafnvel þó það væru skoðanalega andstæðingar þeirra sem kusu viðkomandi þingmann til starfsins. Eru ekki gefin út kjörbréf til verðandi þingmanna á grundvelli atkvæðafjölda þess flokks sem þingmannsefnið bauð sig fram til að starfa fyrir? Getur þingmaður starfað fyrir hvaða flokk sem er þegar inn á þing er komið, án staðfestingar kjörstjórnar um hvaðan fylgi hans og réttur til þingsetu sé fenginn? Er ekki neitt sem heitir að innkalla kjörbréf til þingmanns sem starfar ekki samkvæmt þeim skyldum sem fólust í útgáfu þess til hans? Er engin leið að ógilda vanhelgað kjörbréf með dómi? Ef þingmaður sem hefur svikið kjósendur sína og flokk með því að ganga til liðs við annan flokk, forfallast og varamaður hans samkvæmt niðurstöðu kosninga á að koma inn á þing, fyrir hvaða flokk starfar sá varamaður í þessu tilviki; – er það bara hans frjálsi vilji? Hvað ef sitjandi þingmaður sem svikið hefur kjósendur sína og flokk með inngöngu í annan flokk, deyr og ástæða þingsetu hans fyrir flokkinn var huglæg en ekki samkvæmt niðurstöðu kosninga og inn kemur varamaður hans – er það þá sá huglægi, þess flokks sem sá hinn látni þingmaður fór yfir til eða sá réttkjörni þess flokks sem þingmaðurinn fór frá? Er kannski mögulegt að líta svo á að niðurstaða kosninga til Alþingis Íslendinga geti stundum verið skrípaleikur án skuldbindinga? Þegar þingmaður ákveður að svíkja alla sína kjósendur, flokk og framtíðarsýn þá boðar hann í mesta lagi til blaðamannafundar, til að láta vita hvaða flokk hann starfi fyrir þar til næst, eða verði utan flokka og starfi ekki fyrir neinn. Halda virkilega allir að þetta sé eðlilegt? Í okkar rómaða lýðræðisríki – sem svo oft er hossað á hátíðarstundum – þá er það ekkert annað en pólitísk hræsni þegar þingmenn hafa að engu vilja sinna kjósenda og niðurstöður lögboðinna kosninga til alþingis. Hvað með ráðuneytið, er það mögulega ekki viljugt til að fylgja eftir niðurstöðu kosninga til alþingis? Það er ekki nóg að láta telja vandlega hvert atkvæði upp úr kjörkössum til þess að finna út hverjir fari á þing og fyrir hvern, ef svo allt er frjálst þegar í þingsalinn er gengið. Skorti ráðuneytið hins vegar úrræði, þá er líklega 61 háttvirtur þingmaður sem starfar enn samkvæmt niðurstöðu síðustu kosninga og myndu eflaust flestir þeirra greiða atkvæði með tillögu sem bundið gæti enda á vitleysuna, og væru þeir frá og með þeim tíma ekki lengur meðvirkir í pólitísku siðleysi. Verði hins vegar ekkert gert fyrir komandi kosningar þá verður áfram leyfilegt að nauðga lýðræðinu. Skrifað í Búðardal á fullveldisdaginn 1. des. 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar þingmaður misstígur sig í þrepum eigin sannfæringar svo illa að hann treystir sér ekki lengur til að vinna af heilindum fyrir sína kjósendur – sem með atkvæði sínu lögðu allt traust sitt á skoðanir hans og stefnu, enda voru þær í fullu samræmi við þann flokk sem hann bauð sig fram til að vinna með – þá á hann eðlilega að boða til fundar með kjósendum sínum og gera þeim grein fyrir sínum andlega krankleika í þeirra garð og draga sig í hlé, fara í andlegt orlof frá þingstörfum á meðan það stæði yfir þá kæmi varamaður hans inn á þing tímabundið. Verði þingmaðurinn hins vegar ekki fær um það til frambúðar að sinna kjósendum sínum (með eðlilegum frávikum) á þeim forsendum sem þeir kusu hann til, þá segi hann af sér, og varamaður kemur inn, við þær aðstæður er enginn svikinn. Missi hins vegar þingmaðurinn siðferðið niður um sig og óski að svíkja kjósendur sína og stunda pólitískan hórdóm, þá er honum tekið fagnandi við inngönguna í annan flokk á miðju kjörtímabili. Það segir líka eitthvað um þá sem farið er yfir til. Eftir stendur stóra spurningin: Hafa sitjandi þingmenn undangenginna áratuga ekki girt fyrir þann möguleika að sérhver þingmaður geti að vild ráðskast með valdahlutföllin á þingi eftir að löglegar kosningar hafa farið fram og ríkisstjórn verið mynduð? Er kosning til alþingis þá bara bráðabirgða niðurstaða þar til einhver hinna sextíu og þriggja sem kjörinn var, bugast af siðblindu og kýs að hrækja framan í kjósendur sína og ganga í lið með þeim sem veikleikinn dregur þá til? Jafnvel þó það væru skoðanalega andstæðingar þeirra sem kusu viðkomandi þingmann til starfsins. Eru ekki gefin út kjörbréf til verðandi þingmanna á grundvelli atkvæðafjölda þess flokks sem þingmannsefnið bauð sig fram til að starfa fyrir? Getur þingmaður starfað fyrir hvaða flokk sem er þegar inn á þing er komið, án staðfestingar kjörstjórnar um hvaðan fylgi hans og réttur til þingsetu sé fenginn? Er ekki neitt sem heitir að innkalla kjörbréf til þingmanns sem starfar ekki samkvæmt þeim skyldum sem fólust í útgáfu þess til hans? Er engin leið að ógilda vanhelgað kjörbréf með dómi? Ef þingmaður sem hefur svikið kjósendur sína og flokk með því að ganga til liðs við annan flokk, forfallast og varamaður hans samkvæmt niðurstöðu kosninga á að koma inn á þing, fyrir hvaða flokk starfar sá varamaður í þessu tilviki; – er það bara hans frjálsi vilji? Hvað ef sitjandi þingmaður sem svikið hefur kjósendur sína og flokk með inngöngu í annan flokk, deyr og ástæða þingsetu hans fyrir flokkinn var huglæg en ekki samkvæmt niðurstöðu kosninga og inn kemur varamaður hans – er það þá sá huglægi, þess flokks sem sá hinn látni þingmaður fór yfir til eða sá réttkjörni þess flokks sem þingmaðurinn fór frá? Er kannski mögulegt að líta svo á að niðurstaða kosninga til Alþingis Íslendinga geti stundum verið skrípaleikur án skuldbindinga? Þegar þingmaður ákveður að svíkja alla sína kjósendur, flokk og framtíðarsýn þá boðar hann í mesta lagi til blaðamannafundar, til að láta vita hvaða flokk hann starfi fyrir þar til næst, eða verði utan flokka og starfi ekki fyrir neinn. Halda virkilega allir að þetta sé eðlilegt? Í okkar rómaða lýðræðisríki – sem svo oft er hossað á hátíðarstundum – þá er það ekkert annað en pólitísk hræsni þegar þingmenn hafa að engu vilja sinna kjósenda og niðurstöður lögboðinna kosninga til alþingis. Hvað með ráðuneytið, er það mögulega ekki viljugt til að fylgja eftir niðurstöðu kosninga til alþingis? Það er ekki nóg að láta telja vandlega hvert atkvæði upp úr kjörkössum til þess að finna út hverjir fari á þing og fyrir hvern, ef svo allt er frjálst þegar í þingsalinn er gengið. Skorti ráðuneytið hins vegar úrræði, þá er líklega 61 háttvirtur þingmaður sem starfar enn samkvæmt niðurstöðu síðustu kosninga og myndu eflaust flestir þeirra greiða atkvæði með tillögu sem bundið gæti enda á vitleysuna, og væru þeir frá og með þeim tíma ekki lengur meðvirkir í pólitísku siðleysi. Verði hins vegar ekkert gert fyrir komandi kosningar þá verður áfram leyfilegt að nauðga lýðræðinu. Skrifað í Búðardal á fullveldisdaginn 1. des. 2006.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun