Innlent

Fangar fluttir af Byrginu á Litla Hraunið

Fangelsismálastofnun ákvað í dag að taka tvo fanga sem leyft hefur verið að afplána hluta refsingar byrginu til baka á Litla-Hraun. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir brýnt að hefja lögreglurannsókn á ásökunum á hendur forstöðumann Byrgisins.

Í fjögur ár hefur verið samningur í gildi á milli Byrgisins og Fangelsismálastofnunar sem felur í sér að hluta af afplánunartímans hafa fangar geta verið í Byrginu. Á þessu fjögurra ára tímabili hafa 15 fangar fengið að afplána hluta dóms á meðferðarheimilinu og þar af ein kona. Valtýr Sigurðsson, fangelsismálastjóri, segir að vegna umfjöllunar um málefni Byrgisins hafi verið ákveðið að flytja 2 fanga á Litla-Hraun frá Byrginu. Ósk um þennan flutninga hafi komið frá Byrginu. Samningnum við Byrgið hefur ekki verið rift og liggur ekkert fyrir um hvort það verður gert að sögn Valtýs. Engin lögreglurannsókn er í gangi vegna ásakana sem fram hafa komið á hendur forstöðumanni Byrgisins, Guðmundi Jónssyni, það er ólíðandi ástand að mati Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, en hann ræddi málið í Ísland í bítið í morgun. Hjálmar sagði mikilvægt að lögreglan rannsaki málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×