Framlög til LÍN hækkuð 18. desember 2006 06:00 Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Miðað við fjárlög 2006 voru framlög til LÍN hækkuð um 767 m.kr. Framalög úr ríkissjóði til LÍN verða samtals 5.244 m.kr. og hafa aldrei áður verið hærri eða hækkað jafn mikið milli ára. Sjóðurinn stendur traustari fótum en nokkru sinni fyrr og hefur ekki áður átt jafn stóran þátt og nú í að tryggja jafnrétti til náms, að stuðla að samkeppni og árangursríku skólastarfi og þar með innkomu vel menntaðs fólks, alls staðar að úr heiminum, inn á íslenskan vinnumarkað. Það er því dapurlegt að sjá fulltrúa námsmanna koma inn á ritvöllinn og harma niðurskurð á framlögum til LÍN, sbr. málflutning framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ hér í blaðinu föstudaginn 15. desember sl. Þeir sem hafa valið þennan fulltrúa til trúnaðarstarfa hafa í það minnsta fengið það staðfest að hann skirrist ekki við að fórna heildarhagsmunum námsmanna fyrir pólitíska sérhagsmuni. Sem væntanlegur frambjóðandi til Alþingis verður hann í það minnsta Samfylkingunni ekki til sóma. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ vissi þegar hann skrifaði blaðagreinina að hér var ekki um niðurskurð að ræða. Hann vissi að með samþykkt fjárlaga var um útgjaldaaukningu milli ára að ræða og að breytingin við þriðju umræðu var einungis leiðrétting á áætlaðri framlagsþörf. Hann vissi að stærstur hluti útgjaldaaukningarinnar til LÍN var vegna breytinga á úthlutunarreglum sjóðsins, sem gert var samkomulag um milli fulltrúa stjórnvalda og námsmanna síðastliðið sumar. Hann vissi einnig að með leiðréttingunni var ekki verið að hrófla við 617 m.kr. útgjaldaaukningunni sem samkomulagið gerði ráð fyrir. Leiðréttingin var fyrst og fremst vegna minni fjölgunar lánþega en fyrri áætlun hafði gert ráð fyrir. Lækkunin, sem fulltrúi SHÍ bar á torg, átti því ekkert skilt við niðurskurð. Fyrir ári síðan fjölgaði t.d. lánþegum umfram áætlun og var framlag til sjóðsins þá hækkað umyrðalaust til samræmis við það. Fullt traust milli stjórnar LÍN og fjárveitingarvaldsins á stóran þátt í sterkri fjárhagsstöðu LÍN í dag. Þetta traust byggir meðal annars á því að fjárhagsáætlun sjóðsins sé endurskoðuð vegna ytri breytinga hvort heldur þær leiða til hækkunar eða lækkunar. Afstaðan sem skín í gegnum málflutning framkvæmdastjóra SHÍ er því ekki upp á marga fiska. Það er ekki vitnisburður um vönduð vinnubrögð að vilja halda afgangi vegna ofáætlunar útgjalda og samtímis ekkert vilja vita af vanda sem fylgir því þegar útgjöld hafa verið vanáætluð. Og það sem verra er; afstaða sem þessi grefur undan nauðsynlegu trauti og getur stefnt heildarhagsmunum námsmanna í voða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Miðað við fjárlög 2006 voru framlög til LÍN hækkuð um 767 m.kr. Framalög úr ríkissjóði til LÍN verða samtals 5.244 m.kr. og hafa aldrei áður verið hærri eða hækkað jafn mikið milli ára. Sjóðurinn stendur traustari fótum en nokkru sinni fyrr og hefur ekki áður átt jafn stóran þátt og nú í að tryggja jafnrétti til náms, að stuðla að samkeppni og árangursríku skólastarfi og þar með innkomu vel menntaðs fólks, alls staðar að úr heiminum, inn á íslenskan vinnumarkað. Það er því dapurlegt að sjá fulltrúa námsmanna koma inn á ritvöllinn og harma niðurskurð á framlögum til LÍN, sbr. málflutning framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ hér í blaðinu föstudaginn 15. desember sl. Þeir sem hafa valið þennan fulltrúa til trúnaðarstarfa hafa í það minnsta fengið það staðfest að hann skirrist ekki við að fórna heildarhagsmunum námsmanna fyrir pólitíska sérhagsmuni. Sem væntanlegur frambjóðandi til Alþingis verður hann í það minnsta Samfylkingunni ekki til sóma. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ vissi þegar hann skrifaði blaðagreinina að hér var ekki um niðurskurð að ræða. Hann vissi að með samþykkt fjárlaga var um útgjaldaaukningu milli ára að ræða og að breytingin við þriðju umræðu var einungis leiðrétting á áætlaðri framlagsþörf. Hann vissi að stærstur hluti útgjaldaaukningarinnar til LÍN var vegna breytinga á úthlutunarreglum sjóðsins, sem gert var samkomulag um milli fulltrúa stjórnvalda og námsmanna síðastliðið sumar. Hann vissi einnig að með leiðréttingunni var ekki verið að hrófla við 617 m.kr. útgjaldaaukningunni sem samkomulagið gerði ráð fyrir. Leiðréttingin var fyrst og fremst vegna minni fjölgunar lánþega en fyrri áætlun hafði gert ráð fyrir. Lækkunin, sem fulltrúi SHÍ bar á torg, átti því ekkert skilt við niðurskurð. Fyrir ári síðan fjölgaði t.d. lánþegum umfram áætlun og var framlag til sjóðsins þá hækkað umyrðalaust til samræmis við það. Fullt traust milli stjórnar LÍN og fjárveitingarvaldsins á stóran þátt í sterkri fjárhagsstöðu LÍN í dag. Þetta traust byggir meðal annars á því að fjárhagsáætlun sjóðsins sé endurskoðuð vegna ytri breytinga hvort heldur þær leiða til hækkunar eða lækkunar. Afstaðan sem skín í gegnum málflutning framkvæmdastjóra SHÍ er því ekki upp á marga fiska. Það er ekki vitnisburður um vönduð vinnubrögð að vilja halda afgangi vegna ofáætlunar útgjalda og samtímis ekkert vilja vita af vanda sem fylgir því þegar útgjöld hafa verið vanáætluð. Og það sem verra er; afstaða sem þessi grefur undan nauðsynlegu trauti og getur stefnt heildarhagsmunum námsmanna í voða.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar