Innflytjendur og fjölmiðlar 12. desember 2006 05:00 Það leikur enginn vafi á, að það er svokallað "innflytjendamál" sem er eitt af brýnustu umræðunarefnum í íslenska þjóðfélaginu nú til dags. Það vantar ekki menn, sem eru viljugir að tjá sig um stöðu innflytjenda í blöðum, sjónvarpi og útvarpi, á ýmsum málþingum, og mig minnir, að umræðunarröð "Vannýtt vinnuafl" sé ennþá í gangi í Reykjavíkurakademíunni. Það virðist engum vera sama um málið, og enginn vill láta útlendinga eiga sig, - þó að það séu til ólíkar skoðanir á það, hvernig samskipti Íslendinga við þessa óvænta nágranna sína helst eigi að vera. Samt er eitt vafasamt við þessa margrómaða umræðu: þótt innflytjendur frá ýmsum löndum séu mjög áberandi í íslenska þjóðfélaginu, í skólum, á vinnumarkaði og á mörgum sviðum daglega lífssins, - eru þeir ekki sýnilegir í fjölmiðlum. Og hérmeð á ég ekki við lögreglufréttir um átök tælenskra unglingahópa einhversstaðar í Breiðholti, heldur einmitt fjölmiðlaefni, sem tengist "innflytjendamálum". Við höfum nú ekki enn séð t.d. grein í Mogga um samskipti íslendinga og innflytjenda, eða um erlent vinnuafl á íslenskum vinnumarkaði, sem væri samin af manni af erlendum uppruna. (Þau innflytjendapresturinn Toshiki Toma og kvennréttendakappinn Amal Tamimi fá víst að tjá sig, en þau eru þó í sæmilega háum stöðum í samfélaginu, þ.e.a.s. í útvöldum minnihluta; en það sem vantar eru einmitt skoðanir "venjulegra" innflytjenda). M.ö.o. þeir, sem umræðan snýst um, fá ekki að tjá sig í málunum og eiga e.t.v. að sætta sig við það lítiláta hlutverkið þolenda þarsem framtíð og örlög þeirra er um að ræða. Þannig séð, verður umræðan ekki ósvipuð hverri annari umræðu um stöðu málleysingja, t.d. um vandamál íslenskra gæludýra. En ég geri mér samt ekki ráð fyrir því, að allir innflytjendur séu alveg mállausir. (Og það þarf heldur ekki að vera mikil tungumálamanneskja til þess að kvarta yfir óréttlæti eða segja frá lífsreynslunni sinni). Skilaboðin mín eru svona: það er ekki hægt að halda áfram umræðunni um "innflytjendamál", - sama hvort hún tengist vinnumarkaði eða daglegum samskiptum, - nema að spyrja þá álits, sem viðkomandi umræða snýst um. Svo mikið ég veit, það hefur aldrei átt sér stað nein skoðunarkönnun á milli innflytjenda, sem mundi leiða það í ljós, hvaða vonir þeir binda við það að hafa flutst til Íslands, hvort þær vonir hafa nokkuð rætst í veruleikanum, og hverskonar samfélag þeir helst vilja búa í; hvort þeir vilja helst innlíma sig inn í hérlenda menningarsamfélagið eða byggja upp svokalaða alþjóðarmenningu hér á landi. Það væri nú alls ekki vitlaust að leggja þesskonar spurningar fram fyrir innflytjenda (e.t.v. á fleiri tungumálum) til að fá réttri og nákvæmari mynd af innflytjendahópnum. Það skiptir líka máli, að innflytjendahópurinn er alls ekki einsleitur, og ekki hafa þeir allir flutst hingað til landsins eftir sínu frjálsu vali eða vegna hrifningar af íslenska menningunni. Fyrir bragðið er það ekki sama lausn á tilteknu vandamálunum, sem hentar álíka vel fyrir þá alla. Einstaklingar af erlendum uppruna eru e.t.v. jafn fjölbreyttir, og löndin sem þeir koma frá, og þetta mun gera innlegg þeirra í ofangreidda umræðuna enn skemmtilegra og áhrifaríkara. Það er áríðandi að fá innflytjendana til að tjá sig, það er ekki hægt að komast að neinni sómasamlegri niðurstöðu í umræðunni á annan hátt! . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það leikur enginn vafi á, að það er svokallað "innflytjendamál" sem er eitt af brýnustu umræðunarefnum í íslenska þjóðfélaginu nú til dags. Það vantar ekki menn, sem eru viljugir að tjá sig um stöðu innflytjenda í blöðum, sjónvarpi og útvarpi, á ýmsum málþingum, og mig minnir, að umræðunarröð "Vannýtt vinnuafl" sé ennþá í gangi í Reykjavíkurakademíunni. Það virðist engum vera sama um málið, og enginn vill láta útlendinga eiga sig, - þó að það séu til ólíkar skoðanir á það, hvernig samskipti Íslendinga við þessa óvænta nágranna sína helst eigi að vera. Samt er eitt vafasamt við þessa margrómaða umræðu: þótt innflytjendur frá ýmsum löndum séu mjög áberandi í íslenska þjóðfélaginu, í skólum, á vinnumarkaði og á mörgum sviðum daglega lífssins, - eru þeir ekki sýnilegir í fjölmiðlum. Og hérmeð á ég ekki við lögreglufréttir um átök tælenskra unglingahópa einhversstaðar í Breiðholti, heldur einmitt fjölmiðlaefni, sem tengist "innflytjendamálum". Við höfum nú ekki enn séð t.d. grein í Mogga um samskipti íslendinga og innflytjenda, eða um erlent vinnuafl á íslenskum vinnumarkaði, sem væri samin af manni af erlendum uppruna. (Þau innflytjendapresturinn Toshiki Toma og kvennréttendakappinn Amal Tamimi fá víst að tjá sig, en þau eru þó í sæmilega háum stöðum í samfélaginu, þ.e.a.s. í útvöldum minnihluta; en það sem vantar eru einmitt skoðanir "venjulegra" innflytjenda). M.ö.o. þeir, sem umræðan snýst um, fá ekki að tjá sig í málunum og eiga e.t.v. að sætta sig við það lítiláta hlutverkið þolenda þarsem framtíð og örlög þeirra er um að ræða. Þannig séð, verður umræðan ekki ósvipuð hverri annari umræðu um stöðu málleysingja, t.d. um vandamál íslenskra gæludýra. En ég geri mér samt ekki ráð fyrir því, að allir innflytjendur séu alveg mállausir. (Og það þarf heldur ekki að vera mikil tungumálamanneskja til þess að kvarta yfir óréttlæti eða segja frá lífsreynslunni sinni). Skilaboðin mín eru svona: það er ekki hægt að halda áfram umræðunni um "innflytjendamál", - sama hvort hún tengist vinnumarkaði eða daglegum samskiptum, - nema að spyrja þá álits, sem viðkomandi umræða snýst um. Svo mikið ég veit, það hefur aldrei átt sér stað nein skoðunarkönnun á milli innflytjenda, sem mundi leiða það í ljós, hvaða vonir þeir binda við það að hafa flutst til Íslands, hvort þær vonir hafa nokkuð rætst í veruleikanum, og hverskonar samfélag þeir helst vilja búa í; hvort þeir vilja helst innlíma sig inn í hérlenda menningarsamfélagið eða byggja upp svokalaða alþjóðarmenningu hér á landi. Það væri nú alls ekki vitlaust að leggja þesskonar spurningar fram fyrir innflytjenda (e.t.v. á fleiri tungumálum) til að fá réttri og nákvæmari mynd af innflytjendahópnum. Það skiptir líka máli, að innflytjendahópurinn er alls ekki einsleitur, og ekki hafa þeir allir flutst hingað til landsins eftir sínu frjálsu vali eða vegna hrifningar af íslenska menningunni. Fyrir bragðið er það ekki sama lausn á tilteknu vandamálunum, sem hentar álíka vel fyrir þá alla. Einstaklingar af erlendum uppruna eru e.t.v. jafn fjölbreyttir, og löndin sem þeir koma frá, og þetta mun gera innlegg þeirra í ofangreidda umræðuna enn skemmtilegra og áhrifaríkara. Það er áríðandi að fá innflytjendana til að tjá sig, það er ekki hægt að komast að neinni sómasamlegri niðurstöðu í umræðunni á annan hátt! .
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun