Innflytjendur og fjölmiðlar 12. desember 2006 05:00 Það leikur enginn vafi á, að það er svokallað "innflytjendamál" sem er eitt af brýnustu umræðunarefnum í íslenska þjóðfélaginu nú til dags. Það vantar ekki menn, sem eru viljugir að tjá sig um stöðu innflytjenda í blöðum, sjónvarpi og útvarpi, á ýmsum málþingum, og mig minnir, að umræðunarröð "Vannýtt vinnuafl" sé ennþá í gangi í Reykjavíkurakademíunni. Það virðist engum vera sama um málið, og enginn vill láta útlendinga eiga sig, - þó að það séu til ólíkar skoðanir á það, hvernig samskipti Íslendinga við þessa óvænta nágranna sína helst eigi að vera. Samt er eitt vafasamt við þessa margrómaða umræðu: þótt innflytjendur frá ýmsum löndum séu mjög áberandi í íslenska þjóðfélaginu, í skólum, á vinnumarkaði og á mörgum sviðum daglega lífssins, - eru þeir ekki sýnilegir í fjölmiðlum. Og hérmeð á ég ekki við lögreglufréttir um átök tælenskra unglingahópa einhversstaðar í Breiðholti, heldur einmitt fjölmiðlaefni, sem tengist "innflytjendamálum". Við höfum nú ekki enn séð t.d. grein í Mogga um samskipti íslendinga og innflytjenda, eða um erlent vinnuafl á íslenskum vinnumarkaði, sem væri samin af manni af erlendum uppruna. (Þau innflytjendapresturinn Toshiki Toma og kvennréttendakappinn Amal Tamimi fá víst að tjá sig, en þau eru þó í sæmilega háum stöðum í samfélaginu, þ.e.a.s. í útvöldum minnihluta; en það sem vantar eru einmitt skoðanir "venjulegra" innflytjenda). M.ö.o. þeir, sem umræðan snýst um, fá ekki að tjá sig í málunum og eiga e.t.v. að sætta sig við það lítiláta hlutverkið þolenda þarsem framtíð og örlög þeirra er um að ræða. Þannig séð, verður umræðan ekki ósvipuð hverri annari umræðu um stöðu málleysingja, t.d. um vandamál íslenskra gæludýra. En ég geri mér samt ekki ráð fyrir því, að allir innflytjendur séu alveg mállausir. (Og það þarf heldur ekki að vera mikil tungumálamanneskja til þess að kvarta yfir óréttlæti eða segja frá lífsreynslunni sinni). Skilaboðin mín eru svona: það er ekki hægt að halda áfram umræðunni um "innflytjendamál", - sama hvort hún tengist vinnumarkaði eða daglegum samskiptum, - nema að spyrja þá álits, sem viðkomandi umræða snýst um. Svo mikið ég veit, það hefur aldrei átt sér stað nein skoðunarkönnun á milli innflytjenda, sem mundi leiða það í ljós, hvaða vonir þeir binda við það að hafa flutst til Íslands, hvort þær vonir hafa nokkuð rætst í veruleikanum, og hverskonar samfélag þeir helst vilja búa í; hvort þeir vilja helst innlíma sig inn í hérlenda menningarsamfélagið eða byggja upp svokalaða alþjóðarmenningu hér á landi. Það væri nú alls ekki vitlaust að leggja þesskonar spurningar fram fyrir innflytjenda (e.t.v. á fleiri tungumálum) til að fá réttri og nákvæmari mynd af innflytjendahópnum. Það skiptir líka máli, að innflytjendahópurinn er alls ekki einsleitur, og ekki hafa þeir allir flutst hingað til landsins eftir sínu frjálsu vali eða vegna hrifningar af íslenska menningunni. Fyrir bragðið er það ekki sama lausn á tilteknu vandamálunum, sem hentar álíka vel fyrir þá alla. Einstaklingar af erlendum uppruna eru e.t.v. jafn fjölbreyttir, og löndin sem þeir koma frá, og þetta mun gera innlegg þeirra í ofangreidda umræðuna enn skemmtilegra og áhrifaríkara. Það er áríðandi að fá innflytjendana til að tjá sig, það er ekki hægt að komast að neinni sómasamlegri niðurstöðu í umræðunni á annan hátt! . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það leikur enginn vafi á, að það er svokallað "innflytjendamál" sem er eitt af brýnustu umræðunarefnum í íslenska þjóðfélaginu nú til dags. Það vantar ekki menn, sem eru viljugir að tjá sig um stöðu innflytjenda í blöðum, sjónvarpi og útvarpi, á ýmsum málþingum, og mig minnir, að umræðunarröð "Vannýtt vinnuafl" sé ennþá í gangi í Reykjavíkurakademíunni. Það virðist engum vera sama um málið, og enginn vill láta útlendinga eiga sig, - þó að það séu til ólíkar skoðanir á það, hvernig samskipti Íslendinga við þessa óvænta nágranna sína helst eigi að vera. Samt er eitt vafasamt við þessa margrómaða umræðu: þótt innflytjendur frá ýmsum löndum séu mjög áberandi í íslenska þjóðfélaginu, í skólum, á vinnumarkaði og á mörgum sviðum daglega lífssins, - eru þeir ekki sýnilegir í fjölmiðlum. Og hérmeð á ég ekki við lögreglufréttir um átök tælenskra unglingahópa einhversstaðar í Breiðholti, heldur einmitt fjölmiðlaefni, sem tengist "innflytjendamálum". Við höfum nú ekki enn séð t.d. grein í Mogga um samskipti íslendinga og innflytjenda, eða um erlent vinnuafl á íslenskum vinnumarkaði, sem væri samin af manni af erlendum uppruna. (Þau innflytjendapresturinn Toshiki Toma og kvennréttendakappinn Amal Tamimi fá víst að tjá sig, en þau eru þó í sæmilega háum stöðum í samfélaginu, þ.e.a.s. í útvöldum minnihluta; en það sem vantar eru einmitt skoðanir "venjulegra" innflytjenda). M.ö.o. þeir, sem umræðan snýst um, fá ekki að tjá sig í málunum og eiga e.t.v. að sætta sig við það lítiláta hlutverkið þolenda þarsem framtíð og örlög þeirra er um að ræða. Þannig séð, verður umræðan ekki ósvipuð hverri annari umræðu um stöðu málleysingja, t.d. um vandamál íslenskra gæludýra. En ég geri mér samt ekki ráð fyrir því, að allir innflytjendur séu alveg mállausir. (Og það þarf heldur ekki að vera mikil tungumálamanneskja til þess að kvarta yfir óréttlæti eða segja frá lífsreynslunni sinni). Skilaboðin mín eru svona: það er ekki hægt að halda áfram umræðunni um "innflytjendamál", - sama hvort hún tengist vinnumarkaði eða daglegum samskiptum, - nema að spyrja þá álits, sem viðkomandi umræða snýst um. Svo mikið ég veit, það hefur aldrei átt sér stað nein skoðunarkönnun á milli innflytjenda, sem mundi leiða það í ljós, hvaða vonir þeir binda við það að hafa flutst til Íslands, hvort þær vonir hafa nokkuð rætst í veruleikanum, og hverskonar samfélag þeir helst vilja búa í; hvort þeir vilja helst innlíma sig inn í hérlenda menningarsamfélagið eða byggja upp svokalaða alþjóðarmenningu hér á landi. Það væri nú alls ekki vitlaust að leggja þesskonar spurningar fram fyrir innflytjenda (e.t.v. á fleiri tungumálum) til að fá réttri og nákvæmari mynd af innflytjendahópnum. Það skiptir líka máli, að innflytjendahópurinn er alls ekki einsleitur, og ekki hafa þeir allir flutst hingað til landsins eftir sínu frjálsu vali eða vegna hrifningar af íslenska menningunni. Fyrir bragðið er það ekki sama lausn á tilteknu vandamálunum, sem hentar álíka vel fyrir þá alla. Einstaklingar af erlendum uppruna eru e.t.v. jafn fjölbreyttir, og löndin sem þeir koma frá, og þetta mun gera innlegg þeirra í ofangreidda umræðuna enn skemmtilegra og áhrifaríkara. Það er áríðandi að fá innflytjendana til að tjá sig, það er ekki hægt að komast að neinni sómasamlegri niðurstöðu í umræðunni á annan hátt! .
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar