Erlent

Kynþokki Cortes vekur athygli í Bretlandi

Bæði eru bráðmyndarleg og geta sannarlega sungið.
Bæði eru bráðmyndarleg og geta sannarlega sungið. MYND/Concert

Netblað í Liverpool fjallar í dag um Garðar Thor Cortes, sem kemur fram á tónleikum með Catherine Jenkins í LIverpool á sunnudagskvöld. Greinin byrjar á stuttri kynningu á landi og þjóð, 13 jólasveinum og nafnahefðina, og segir síðan frá einum besta óperusöngvara landsins sem einnig hafi verið útnefndur kynþokkafyllsti maður landsins í tvígang.

Þá eru sönghæfileikar Garðars rómaðir og sagt að rödd hans hafi verið líkt við rödd Pavarottis á hans yngri árum. Fyrsta sólóplata Garðars Thors kemur út í Bretlandi í febrúar og mun hún einfaldlega kallast Cortes.

Greinina má lesa hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×